Hafa samband

arnarun(hjá)asm.is
S. 517 1718

Arna Rún Oddsdóttir

Arna Rún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún hefur meðal annars unnið með kvíða og þunglyndi, en einnig sjálfsmat og áföll. Sérstakur áhugi hjá Örnu Rún liggur í sálrænum vanda meðal íþróttafólks. Arna Rún vinnur samkvæmt Hugrænni atferlismeðferð og EMDR í sínum viðtölum.

Arna Rún hlaut starfsleyfi frá Landlækni í júlí 2014 til að starfa sem klínískur sálfræðingur. Hún hefur unnið við greiningu á leik- og grunnskólabörnum sem og ráðgjöf til foreldra og starfsmanna skóla. Eftir þá vinnu tók hún að vinna með fullorðnum á Landspítalanum og í Janusi Endurhæfingu. Í dag vinnur Arna Rún á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en þar sinnir hún greiningu og meðferð fullorðinna ásamt námskeiðshaldi. Arna Rún hóf störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni í byrjun árs 2019.