Hafa samband

asdis(hjá)asm.is
S. 517 1718

 Ásdís Herborg Ólafsdóttir

Ásdís hefur mikinn áhuga á samspili líkama og sálar, sérstaklega tengt streitu og kulnun. Hún sérhæfði sig í heilsusálfræði í háskóla. Hún hefur mikla reynslu af að vinna með erfiðleika tengda vanlíðan og óöryggi í vinnu eða skóla. Hún hefur unnið mikið með fullorðna einstaklinga sem hafa orðið fyrir einelti í skóla. Hún hefur einnig langa reynslu af að hjálpa fólki til að takast á við sorg og áföll.

Ásdís lauk Cand.Psych. sálfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla árið 1993 og hlaut réttingi til að starfa sem fullgyldur sálfræðingur í Noregi september 1994. Hún var skráð sem “Clinical Psychologist” í Vestur Ástralíu í júlí 2009 og fékk síðan full réttindi til að starfa sem klínískur sálfræðingur í Danmörku í maí 2011. Hún hefur síðan unnið á geðdeildum fyrir bæði börn og fullorðna, við barnavernd unglinga og á heilsugæslu í Stavangri í Noregi. Í Noregi var hún með í flóttamannateymi geðsjúkrahúss og í áfallateymi sveitarfélagsins. Í Vestur Ástralíu vann hún við Curtin háskólann með ráðgjöf og meðferð við m.a. kvíða, þunglyndi og áfallahjálp fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Ásdís hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur síðan hún flutti aftur til landsins árið 2015. Í febrúar 2019 lauk hún tveggja ára námi í “Acceptance and Commitment Therapy” (ACT) á vegum ACT Danmark og ACT Klinikken í Kaupmannahöfn. Ásdís er meðlimur í Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og í Sálfræðingafélagi Íslands.

Ásdís fékk leyfi frá Landlækni 1993 til að starfa sem klínískur sálfræðingur.
Hægt er að bóka tíma hjá Ásdísi í síma eða með því að senda tölvupóst.