Hafa samband

gudrunagusta(hjá)asm.is
S. 517 1718

Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir

Guðrún Ágústa hlaut starfsleyfi frá Landlækni í júlí 2010 eftir að hafa lokið grunn- og framhaldsnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnir greiningu og meðferð fullorðinna vegna kvíða, þunglyndis og afleiðinga áfalla.

Guðrún Ágústa starfaði fyrstu árin sem sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni við greiningu og meðferð kvíðaraskana. Hún hóf svo störf hjá Göngudeild Geðsviðs Landspítala þar fram fer greining og meðferð alvarlegs geðræns vanda. Innan Geðsviðs Landspítala starfaði Guðrún Ágústa einnig á Bráðamóttöku Geðsviðs og kom þar á fót meðferðarhóp vegna skelfingarkvíða (panic). Hún sinnti einnig einstaklings- og hópmeðferð á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á vegum Landspítala.

Árið 2017 hóf Guðrún Ágústa störf sem sérfræðingur hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði og sinnti þar ýmsum verkefnum sem stuðla að farsælli endurkomu til vinnu eftir veikindi. Þar var hún ráðgjöfum innan handar varðandi viðeigandi meðferð og þjónustu.

Meðfram starfi sínu hjá VIRK hefur Guðrún Ágústa einnig starfað hjá Píeta frá árinu 2019. Þar sinnir hún meðferð fyrir fólk með sjálfskaða- og sjálfsvígshugsanir. Á haustmánuðum 2020 lauk hún störfum hjá VIRK og er í hálfri stöðu hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins auk þess að koma til liðs við hóp metnaðarfullra meðferðaraðila hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.