Hafa samband


S. 517 1718

Gunnlaug Thorlacius

Gunnlaug er félagsráðgjafi með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og handleiðslufræðum. Hún hlaut starfsleyfi frá Landlækni í júlí 2005 til að starfa sem félagsráðgjafi. Hún hefur óbilandi áhuga á samskiptum innan fjölskyldunnar og áhrifum þeirra á meðlimi hennar. Hún hefur unnið á geðdeildum Landspítalans, sinnt margháttaðri meðferð bæði með einstaklingum og fjölskyldum og tekið þátt í að byggja upp þjónustu við fjölskyldur í barneignarferli. Hún hefur fengið sérstaka þjálfun í að lesa í atferli ungbarna og samspil þeirra við foreldra sína með tilliti til tengslamyndunar auk þess sem hún hefur fengið þjálfun í EMDR áfallameðferð. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands í nokkur ár bæði í félagsráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Gunnlaug er meðlimur í Félagsráðgjafafélagi Íslands og hefur starfað í Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni frá því í byrjun árs 2018.