Hafa samband

hildur(hjá)asm.is
S. 517 1718

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir

Hildur verður í leyfi fram til haustsins 2021.

Hildur sinnir meðferð fullorðinna einstaklinga og ungmenna (eldri en 16 ára). Hún hefur sinnt meðferð við tengslavanda og vanlíðunar hjá ættleiddum einstaklingum, kvíðavanda, þunglyndi og lágu sjálfsmati. Hildur útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og fór svo í framhaldsnám og útskrifaðist sem sálfræðingur með MSc gráðu í klínskri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018 og fékk réttindi frá Landlækni í ágúst sama ár til að starfa sem klínískur sálfræðingur.

Hildur var í starfsþjálfun á Barna-og unglingageðdeild þar sem hún fékk þjálfun í ADHD- og einhverfurófsgreiningum, einnig var hún í starfsþjálfun á Reykjalundi og á Áfalla-ogsálfræðimiðstöðinni þar sem hún sinnti meðferðarvinnu fullorðinna. Áður en Hildur kláraði sálfræðinámið starfaði hún m.a. á geðdeild á hjúkrunarheimili og á legudeild Barna-og unglingageðdeildar.

Eftir útskrift hóf hún störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og á Björginni, geðræktarmiðstöð og endurhæfingu fyrir fólk með geðrænan vanda, þar sem hún hefur sinnt meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, tengsla-og sjálfsmatsvanda hjá ættleiddum einstaklingum og áfallavinnu.