Hafa samband

hrafnhildur(hjá)asm.is
S. 517 1718

Hrafnhildur Ólafsdóttir

Hrafnhildur útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands í október 2018 og hlaut starfsleyfi frá Landlækni til þess að starfa sem klínískur sálfræðingur sama ár. Hrafnhildur hóf störf á Áfalla og sálfræðimiðstöðinni í júlí 2020. Hrafnhildur sinnir greiningu og meðferð fullorðinna og ungmenna og notast við gagnreyndar aðferðir til þess að vinna með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og annan tilfinningavanda. Hún sinnir einnig fólki sem glímir við langvarandi líkamleg veikindi.

Frá útskrift hefur hún starfað sem sálfræðingur á krabbameinsdeildum Landspítala þar sem hún aðstoðar fólk við að takasta á við þær áskoranir sem fylgja því að greinast með langvinnan sjúkdóm.