Hafa samband

inga(hjá)asm.is
S. 517 1718

Inga Guðlaug Helgadóttir

Inga Guðlaug verður í leyfi fram til haustsins 2021.

Inga er í hópi sálfræðinga sem starfa á Áfalla-og sálfræðimiðstöðinni. Inga Guðlaug útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavik júní 2018 og fékk réttindi til að starfa sem klínískur sálfræðingur frá Landlækni í júní sama ár. Inga Guðlaug hefur starfað frá útskrift á Áfalla-og sálfræðimistöðinni. Inga hlaut starfsþjálfun hjá Barnaspítala Hringsins og skóla- og félagsþjónustu Grindavíkur.

Einnig var Inga í starfsþjálfun frá 2017 Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni undir handleiðslu Sjafnar Evertsdóttur. Eftir að Inga fékk löggildingu sem sálfræðingur hefur hún starfað á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir þar almennri sálfræðimeðferð og greiningu á sálrænum vanda fyrir ungmenni og fullorðna með áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat.

Samhliða störfum á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni starfar Inga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í geðteymi fullorðinna og sinnir þar fjölbreyttum málum m.a. meðferð og greiningu á sálrænum vanda ungmenna og fullorðinna og hópmeðferðum við kvíða og þunglyndi.

Í haust mun Inga Guðlaug hefja tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð sem Félag um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntun Háskóla Íslands standa að.

Áhugasvið í meðferð: Áfallastreita, kvíði, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Inga hefur einnig reynslu af því að vinna með streitu og kulnun.

Meðferðarnálgun:
Hugræn atferlismeðferð (HAM)
Hugræn úrvinnslumeðferð (e.Cognitive Processing Therapy)

Endurmenntun 2019-2021:
Sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.
2019 Vinnustofa: The compassionate mind approach to recovering from complex PTSD, 11 apríl, 6 klst. Deborah Lee, Ph.D
2019 Vinnustofa:Using imagery in clinicalpractice within cognitive behaviourtherapy (CPT), 12 og 13 apríl, 12 klst.
Emily Holmes og Kerry Young.
2019 Vinnustofa: Greining og meðferð við þráhuggju-og árátturöskun, 15 og 16 febrúar, 12 klst. Brynjar Halldórsson.
2018 Vinnustofa: mat og inngrip við sjálfsvígshættu. Dr. Craig J. Bryan
2018CPT Web. An on-line training course for Cognitive Processing Therapy. Medical University of South Carolina
2017 Vinnustofa: hvernig á að meðhöndla félagsfælni? Brynjar Halldórsson