Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Jóel Dan Nielsen Björnsson

Jóel er sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Hann sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda fullorðinna vegna kvíða, þunglyndis, áfalla og annars tilfinningavanda. Sérstök áhugasvið hans í meðferð eru árátta- og þráhyggja og almenn kvíðaröskun. Jóel leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð og aðrar gagnreyndar meðferðarleiðir í störfum sínum.

Jóel útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands í júní 2020 og hlaut starfsleyfi frá Landlækni til þess að starfa sem sálfræðingur sama ár. Starfsþjálfun hans fór fram í þunglyndis- og kvíðateymi Landspítala og starfaði hann á bráðageðþjónustu Landspítalans eftir útskrift. Hann er einnig með meistaragráðu í heilsusálfræði frá Ulster University í Bretlandi. Jóel hóf störf hjá Áfalla og sálfræðimiðstöðinni í janúar 2021 samhliða því að starfa í þunglyndis og kvíðateymi Lanspítalans.