Hafa samband

S. 517 1718

Lárus Valur Kristjánsson

Lárus sinnir greiningu og meðferð sálrænna vandamála ungmenna (16 ára og eldri) og fullorðinna, svo sem samskiptavanda, þunglyndi, kvíða, fælni, lágu sjálfsmati, neysluvanda og úrvinnslu áfalla. Áhugasvið hans liggur einnig í áráttu- og þráhyggjuröskunum, þá sér í lagi hárreyti- og húðkroppunarröskun og tengdum röskunum. Hann Lárus leggur ríka áherslu á aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við störf sín. Auk þess að starfa hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni vinnur Lárus sem sálfræðingur á fíknigeðsviði Landspítala.

Menntun:

  • Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2009.

  • Lauk BSc-nám í Sálfræði við Háskóla Íslands árið 2014.

Lokaverkefni til BSc-gráðu fjallaði um spilavanda og áhrif getu og heppni í pókerspilun.

  • Lauk cand. psych prófið frá Háskóla Íslands árið 2017 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur í júní sama ár.

Lokaverkefni til cand.psych-gráðu var athugun á berskjöldunarmiðuðu inngripi samanborið við áreitastjórnun sem meðferð við Hárreyti- og húðkroppunaráráttu.

Við cand. psych. nám var Lárus í verknámi við dagdeild fíknimeðferðar Teigs á Landspítala. Auk þess fékk hann ítarlega þjálfun sem meðferðaraðili við Sálfræðiráðgjöf Háskóla Íslands þar sem háskólanemar fá sálfræðilega meðferð frá cand. psych nemum undir handleiðslu sálfræðinga.

Starfsreynsla:

  • Lárus vann sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á Laugarásinn meðferðargeðdeild frá árunum 2010-2015, bæði í fullu starfi sem og í hlutastarfi samhliða námi. Laugarásinn meðferðargeðdeild heyrir undir geðsvið Landspítala og býður upp á sérhæfða meðferð fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóm.

  • Samhliða námi vann Lárus einnig sem atferlisþjálfari fyrir börn á elstu deild leikskólans Sunnuás. Hann var þar við atferlismótun með börnum á einhverfurófi sem og börnum með hegðunarvanda.

  • Sálfræðingur á Bráðamóttöku geðsviði Landspítala frá júní 2017 til maí 2018. Þar sinnti Lárus greiningu og mati á geðrænum einkennum einstaklinga auk þess að veita viðeigandi meðferð við bráðum vanda.

  • Sálfræðingur í ADHD teymi Landspítala frá september 2017 til maí 2018. Þar vann Lárus við greiningar á ADHD auk þess að sinna sálfræðilegri meðferð við einkennum ADHD.

  • Sálfræðingur á Fíknigeðsviði Landspítala frá maí 2018 til dagsins í dag. Þar sinnir Lárus sálfræðilegri meðferðar sem snýr að neysluvanda sem og öðrum geðrænum vandamálum.
  • Sálfræðingur á Sálfræðisetrinu frá janúar 2018 til ágúst 2019. Þar vann Lárus við meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá fullorðnum einstaklingum.

  • Áfalla- og sálfræðimiðstöðin. Lárus hóf störf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni í september 2019.  

Námskeið:

Sat vinnustofuna Using Imagery in Clinical Practice within Cognitive Behaviour Therapy (CBT) á vegum Félag um hugræna atferlismeðferð (FHAM) í samstarfi við Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC). Vinnustofa var 18 klukkustundir. Kennarar: Emily Holmes og Kerry Young.