Hafa samband

S. 517 1718

Lilja Dís Ragnarsdóttir

Lilja er sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Áfalla og sálfræðimiðstöðinni. Lilja hefur alltaf verið heilluð af hvernig lífsreynsla okkar hefur áhrif á hegðun og líðan og mótað okkur í þá einstaklinga sem við erum. Hjá Áfalla og sálfræðimiðstöðinni sinnir Lilja almennri sálfræðimeðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún leggur áherslu á að nota sannreyndar meðferðaleiðir líkt og hugræna atferlismeðferð og EMDR. Hún veitir meðferð við áfallastreitu og þá sér í lagi flókinni áfallastreitu, þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og öðrum tilfinningavanda.

Ásamt því að starfa hjá Áfalla og sálfræðimiðstöðinni hefur Lilja starfað á bráðamóttöku geðsviðs frá útskrift og sér um einstaklings og hópmeðferðir á Landspítalanum fyrir fólk með ofsakvíða.

Lilja lauk B.S . prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016 og útskrifaðist með mastersgráðu í klínskri sálfræði frá sama skóla 2018. Hún hlaut starfsleyfi frá Landlækni í júlí 2018 til að starfa sem sálfræðingur. Í náminu lagði hún áherslu á sálfræði fyrir fullorðna og kláraði starfsþjálfun sína í áfallateymi Landspítlans þar sem að hún fékk sértæka þjálfun í að greina og vinna úr áföllum ásamt að meðferða fólk með lágt sjálfsmat. Í rannsóknarverkefni sínu kannaði Lilja algengi áfalla meðal einstaklinga sem að sækja sér þjónustu á geðsviði Landspítala ásamt að skoða hvers konar meðferð einstaklingar hafa nýtt sér.