Hafa samband

S. 517 1718

Margrét Tórshamar Georgsdóttir

Margrét útskrifaðist með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2017. Hún kláraði einnig diplóma í geðheilbrigði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma í gagnrýnni hugsun og siðfræði frá Háskóla Íslands. Margrét lauk mastersnámi í sálrænum áföllum og ofbeldi frá Háskólanum á Akureyri 2020 og er nú á seinustu önn í mastersnámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Margrét vinnur nú samhliða starfsnáminu að lokaverkefni sínu sem tengist þolendum kynferðisofbeldis og hvernig þau bregðast við sýndarveruleika í dómsal.

Áhugasvið Margrétar eru meðferðir við áföllum, kvíða, lágu sjálfsmati og hinsegineiginleikanum.

Hægt er að bóka tíma hjá Margréti í vetur með því að hafa samband við mottaka(hjá)asm.is eða með því að hringja í 517 1718. Tímar hjá nema eru á hálfvirði.