
Hafa samband
solrun(hjá)asm.is
S. 517 1718
Sólrún Dröfn Þorgrímsdóttir
Sólrún verður í leyfi fram til haustsins 2021.
Sólrún Dröfn, sálfræðingur starfar hjá okkur á fimmtudögum. Hún er einnig sálfræðingur hjá Heilsugæslunni Árbæ og er í sérnámi í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún lauk Cand. psych. námi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur sama ár. Eftir námið hefur hún starfað hjá Sálfræðingum Höfðabakka og Sálfræðistofunni Líf og sál þar sem hún sinnti aðallega einstaklingsmeðferð fyrir ungmenni og fullorðna m.a. vegna kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskunar, lágs sjálfsmats og sambandsslita. Sólrún Dröfn hefur einnig starfað sem skólasálfræðingur hjá Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar þar sem hún sinnti sálfræðilegum greiningum og ráðgjöf fyrir grunnskólabörn.