Hafa samband

brynhildur(hjá)asm.is
S. 517 1718

Brynhildur Jónsdóttir

Brynhildi finnst mannsheilinn vera það merkilegasta sem til er. Þegar allt virkar eins og það á að gera, heldur hann líkamshitanum okkar stöðugum hvort sem við erum úti í frosti eða í funheitum saunaklefa, stillir andardrátt að þörfum okkar, heldur blóðþrýstingnum á æskilegu bili og svo ótal margt fleira. Allt þetta gerir hann án áreynslu, á meðan við veltum fyrir okkur tilgangi lífsins… nú eða bara hvað við ætlum að hafa í kvöldmatinn! Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Brynhildur sérhæfði sig á sviði taugasálfræði.

Brynhildur útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði úr Háskóla Reykjavíkur 2016 og fékk starfsleyfi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur í október sama ár. Eftir masterspróf starfaði hún á Minnismóttökunni á Landakoti við taugasálfræðilegar greiningar á fólki sem þangað leitaði vegna gruns um byrjandi heilabilun. Á Landakoti vaknaði svo mikill áhugi á aldurstengdum breytingum á heilanum og forvörnum fyrir heilabilun.

Brynhildur hefur kennt lífeðlislega sálfræði og taugasálfræði öldrunar í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, auk þess að halda fyrirlestra, skrifa greinar og taka saman fræðsluefni um forvarnir fyrir heilabilun. Brynhildur er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og hóf störf á Áfalla-og sálfræðimiðstöðinni í september 2019.