Hafa samband

erla(hjá)asm.is
S. 517 1718

Erla Guðmundsdóttir

Erla hefur verið sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni frá opnun stofunnar í Hamraborg. Grunn- og meistaranám í klínískri sálfræði nam hún við Háskólann í Reykjavík og til viðbótar við sálfræðimenntun nam hún afbrotafræði á framhaldsstigi við Háskóla Íslands. Erla starfaði á fíknigeðsviði Landspítalans þar sem áhugi kviknaði að fræðast nánar um ástæður frávikshegðunar í heild og lá þá leiðin, samhliða starfi á geðsviðinu, að taka þátt í skaðaminnkunarverkefni Frú Ragnheiðar á vegum Rauða krossins þar sem markið er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu.

 Erla tekur að sér greiningar og meðferð á ólíkum sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum (16 ára og eldri), meðal annars vegna afleiðinga áfalla, dissociative identity disorder (DID), kvíða, þunglyndis, lágs sjálfsmats, óviðeigandi kynhegðunar, fíknivanda o.fl. Erla sinnir einnig handleiðslu fyrir fagfólk, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Hún leggur áherslu á sannreyndar aðferðir og fagleg vinnubrögð. Hún er bæði meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og EMDR Ísland.”

Viðbótarupplýsingar: Erla elskar að hanga lengi í Melabúðinni og birgja sig upp af hráefni til að matreiða eitthvað nýtt og spennandi. Hún hóar svo í vini og vandamenn til að dæma afraksturinn. Hún heldur með Liverpool og Fram í fótbolta og hún horfir dáleidd á leiki íslenska landsliðsins í handbolta.