Hafa samband

thorgerdur(hjá)asm.is
S. 517 1718

Þorgerður Guðmundsdóttir

Þorgerður sinnir öllum almennum sálfræðingsstörfum fullorðinna (frá 18 ára aldri) en einna helst sinnir hún meðferð þunglyndis, kvíða, félagskvíða og lágs sjálfsmatsásamt úrvinnslu áfalla. Þorgerður leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð og áhugahvetjandi samtalstækni í starfi sínu, ásamt hugrænni úrvinnslumeðferð (CPT) við áfallavinnu.

Þorgerður Guðmundsdóttir er sálfræðingur með cand.psych. próf frá HÍ og hlaut starfsleyfi frá Landlækni í desember 2008 til að starfa sem klínískur sálfræðingur. Hún starfaði sem sálfræðingur á Sálfræðisetrinu ehf. 2017-2019 ásamt því að leggja stund á tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð sem hún útskrifaðist úr í júní 2019.

Þorgerður hefur einnig starfsréttindi sem framhaldsskólakennari í sálfræði og starfaði sem slíkur við Kvennaskólann í Reykjavík í tvö ár. Þorgerður hefur áralanga reynslu af stuðningi við bataferli og valdeflingu fólks með langvarandi geðvanda. Hún útskrifaðist á sínum tíma beint í efnahagshrunið og tók þá starfi sem ráðgjafi á endurhæfingargeðdeild á Kleppsspítala en hún hafði áður unnið á þeirri deild eftir útskrift úr BA námi.

Á deildinni voru til meðferðar einstaklingar með erfiðar geðraskanir svo sem geðklofa eða geðhvörf, oft samhliða fíkn. Starf hennar við deildina fólst í því að því að styðja við þessa einstaklinga,aðstoða þá við að komast í gegnum erfið veikindatímabil og byggja sig upp. Unnið var samkvæmt batastefnu LSH þar sem áherslan er á fræðslu og valdeflingu skjólstæðinganna.

Menntun: Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð, Oxford Cognitive therapy Centre og Endurmenntunar Háskóla Íslands, 2017-2019.
Menntun framhaldsskólakennara, viðbótardiplóma frá Háskóla Íslands, júní 2014. Cand.psych. próf frá Háskóla Íslands, október 2008. Cand. psych. verkefni fjallaði um brottfall úr meðferð: tíðni, orsakir, afleiðingar og úrræði. Greind voru brottfallsgögn úr 5 vikna HAM hópmeðferð á vegum Heilsugæslunnar og LSH. Leiðbeinendur voru Dr. Jakob Smári og Dr. Hafrún Kristjánsdóttir cand. psych.
BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, júní 2004. BA verkefni fjallaði um heilsukvíða og bjargráð (coping) og kvarðarnir HAI, CISS og CHIP skoðaðir. Leiðbeinandi var dr. Jakob Smári. Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af náttúrusviði, 1987.
Endurmenntun: Siðareglunámskeið Sálfræðingafélags Íslands, apríl 2018.