Hafa samband

S. 517 1718

Tómas Hermannsson

Tómas útskrifaðist með B.a. í sálfræði frá háskóla Íslands 2007 og útskrifast með Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Árósarháskóla 2011. Tómas hlaut leyfi Landlæknis til að starfa sem klínískur sálfræðingur í desember 2015. Hann hefur unnið síðustu ár á bráðamótttöku geðsviðs og á fíknimeðferðarmiðtöðinni Teig upp á Landspítala. Á Landspítala hefur Tómas sinnt fjölbreyttum skjólstæðingahópi. Hóp og einstaklingsmeðferðum við ofsakvíðaköstum sem og hópmeðferð og einstaklingsmeðferð fyrir fólk með fíknivanda. Hann hefur einnig unnið með einstaklinga með áfallastreitu ásamt meðferð við kvíða og þunglyndiseinkennum.

Tómas vinnur með fullorðnum og ungmennum eldri en 16 ára.  Áhugasvið eru meðferðir við helstu kvíðaröskunum, áfallastreita og fíknivandi.