Hafa samband

mottaka(hjá)asm.is
S. 517 1718

Vigdís M. Jónsdóttir

Vigdís útskrifaðist með B.A. í sálfræði frá Harvard háskóla 2018 og útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2022 með MSc gráðu í klínískri sálfræði. Vigdís vinnur rannsóknarverkefnið sitt í samstarfi við Áfalla- og sálfræðimiðstöðina en hún fjallar um árangur á 18 tíma hópmeðferð fyrir fullorðnar konur sem hafa orðið fyrir áföllum í æsku. Hún hóf störf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni sem nemi haustið 2021, en vann áður hjá Rauða Krossinum, Píeta samtökunum og SÁÁ. Hjá SÁÁ sinnti hún meðferðarstarfi; fræðslu, hópastarfi og einstaklingsviðtölum og hefur því reynslu af því að vinna með fíknivanda og fylgiröskunum tengum fíknsjúkdóminum.

Áhugasvið Vigdísar eru meðferðir við áfallastreitu, kvíða, fíknivanda og lágu sjálfsmati.

 Hægt er að bóka tíma hjá Vigdísi í vetur með því að hafa samband við mottaka(hjá)asm.is eða með því að hringja í 517 1718. Tímar hjá Vigdísi eru á hálfvirði.