Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Sjöfn Evertsdóttir

Sjöfn er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdarstjóri Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar. Sjöfn fékk starfsleyfi frá Landlækni í júlí 2009 sem klínískur sálfræðingur og réttindi sem sérfræðingur í klínískri sálfræði í mars 2018. Sjöfn sinnir meðal annars greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum vegna áfalla, kvíða, þunglyndis, aðlögunar- og samskiptavanda og annars tilfinningavanda. Sjöfn leggur áherslu á sannreyndar meðferðaleiðir og veitir einstaklingum, nemum og starfshópum einnig faglega handleiðslu og heldur fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um sálfræðileg málefni.

Sjöfn lauk Cand. psych. námi frá Háskóla Íslands árið 2009 og hóf að því loknu störf sem klínískur sálfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, fyrst á Neyðarmóttöku kynferðisofbeldis og síðar á öðrum deildum innan LSH. Auk þess starfaði hún um tíma í MST meðferðarteymin Barnaverndarstofu. Sjöfn hefur sótt fjölda vinnustofa í gegnum tíðina og lauk Postgraduate Diploma í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntunardeild Oxford Háskóla árið 2017, með áherslu á handleiðslu og þjálfun og meðferð áfalla. Sjöfn leggur nú stund á MSc nám í hugrænni atferlismeðferð við Oxford Háskóla sem Clarendon Scholar og fjallar rannsóknarverkefni hennar um hentugleika 18 tíma hópmeðferðar fyrir fullorðna þolendur áfalla í æsku.

Sjöfn hefur setið í stjórn Félags um hugræna atferlismeðferð frá 2010 og verið formaður félagsins frá 2015. Auk þess hefur hún verið félagsmaður í Sálfræðingafélagi Íslands frá 2009, þar af  formaður fræðslunefndar félagsins á árunum 2013-2016. Sjöfn situr einnig í stjórn Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga, er félagi í EMDR Ísland og í International Society for Traumatic Stress Studies (ISTSS) og hefur setið í fagráði Dómstólasýslunnar frá 2017 og Bergsins- Headspace frá stofnun þess.

Hægt er að bóka tíma hjá Sjöfn í síma eða með því að senda tölvupóst.