Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Tinna Jóhönnudóttir

Tinna starfar í dag sem sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni en hún fékk útgefið starfsleyfi sem sálfræðingur frá Embætti landlæknis árið 2013.

Tinna lauk cand. psych. námi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hóf að því loknu störf á Landspítala þar sem hún vann frá 2013 til 2017. Þar vann hún með fjölbreytt mál en sinnti lengst af taugasálfræðiþjónustu í heilaskaðateymi Grensásdeildar. Samhliða þeirri vinnu var hún í hlutastarfi á Reykjalundi. Hún hefur því mikla reynslu af endurhæfingu, ásamt því að vinna með erfiðleika og vanlíðan í kjölfar slysa og veikinda.

Tinna hóf störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni í desember 2017 og hefur síðan þá lagt áherslu á úrvinnslu áfalla, auk þess sem hún sinnir bæði handleiðslu og fræðslu. Hún lauk námi og þjálfun fyrir EMDR meðferðaraðila árið 2020 og tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Ísland árið 2021.

Tinna sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum, til dæmis á áfallastreitu, kvíða, lágu sjálfsmati og aðlögunarvanda. Hún nýtir meðal annars hugræna atferlismeðferð, hugræna úrvinnslumeðferð og EMDR í sínu starfi.
Tinna gerir einnig taugasálfræðilegar athuganir fyrir fullorðna, til dæmis eftir heilahristing eða heilaáverka, og veitir ráðgjöf og meðferð eftir þörfum í kjölfarið.

Hægt er að bóka viðtal hjá Tinnu í síma 517 1718 eða með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is