Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn lauk meistaranámi í klínískri sálfræði fullorðinna við Háskóla Íslands árið 2021. Hann hóf störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni árið 2021 og sinnir þar greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna. Meistararitgerð hans fjallaði um alþjóðlega rannsókn á inngripi við áleitnum endurminningum.

Hann starfar jafnframt á Landspítala, á Bráðamóttöku geðsviðs og sem sálfræðingur í Verkjateymi spítalans. Þorsteinn er viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun, PRT (Pain Reprocessing Therapy).

Þorsteinn er menntaður leikari og var verkefnisstjóri Bataskóla Íslands frá árinu 2017 til 2021.