Hafa samband

magnus@hugvernd.is
S. 517 1718

Dr. Magnús Blöndahl Sighvatsson

Magnús er sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna og SATÍS-vottaður klínískur atferlisfræðingur (ICE-ABA certified). Hann sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð (HAM) við áráttu-og þráhyggjuröskun, heilsukvíða, almennri kvíðaröskun, félagsfælni, felmturröskun og þunglyndi hjá fullorðnum. Hann hefur viðamikla reynslu í greiningu og meðferð geðraskana. Árin 2006-2016 starfaði Magnús sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala, bæði á innlagnadeild og á göngudeild. Frá árinu 2007 hefur Magnús starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur og rekið eigin sálfræðistofu. Árin 2007 til 2025 starfaði Magnús sem stundakennari við Háskóla Íslands og árin 2013 til 2025 við Háskólann í Reykjavík.

Magnús er aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands. Hann kennir og handleiðir nemendum í lokaverkefnum í klínískri sálfræði og atferlisgreiningu, bæði í grunn-og framhaldsnámi. Um störf Magnúsar hjá Háskóla Íslands má sjá hér: https://hi.is/starfsfolk/mbs

 Þjónusta:

Einstaklingsviðtöl, fjarviðtöl, handleiðsla fyrir fagfólk og fræðsla fyrir hópa og fyrirtæki um sálfræðileg málefni. 

Menntun og rannsóknir:
Magnús útskrifaðist með BA próf í sálfræði árið 2001 og MA próf í sálfræði árið 2006. Hann lauk doktorsprófi í heilbrigðisvísindum árið 2023 frá Læknadeild Háskóla Íslands. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Magnús virka þætti í hugrænni atferlismeðferð (HAM) þ.e. hvaða inngrip í HAM valda því að meðferðin er árangursrík. Magnús hefur birt fjölda vísindagreinar í erlendum tímaritum um rannsóknarefni sín auk greina á íslensku um HAM. Magnús starfar einnig sem ritrýnir fyrir erlend og íslensk fagtímarit.