Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Karen Geirsdóttir
Karen er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2024 og hlaut í kjölfarið starfsréttindi til að starfa sem klínískur sálfræðingur.
Karen leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) og sinnir málum á borð við kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, áföll og fleira. Hún hefur verið í starfsnámi hjá Heilsuvernd og hjá Þunglyndis og kvíðateymi á Landspítalanum, þar sem hún sinnti meðferðar og greiningarvinnu bæði hjá fullorðnum og unglingum.
Meistaraverkefni hennar fól í sér árangursmat á hugrænni atferlismeðferð í hóp fyrir almenna kvíðaröskun, sem var keyrð á Heilsugæslunni Sólvangi haustið 2023.
Karen hefur mikið unnið í skólakerfinu, bæði sem atferlisþjálfi, umsjónarkennari og deildarstjóri í skólaúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda. Sumarið 2023 vann hún á Vogi þar sem hún sinnti fræðslustörfum og veitti ráðgjöf. Hún hefur gefið út hlaðvarp að nafni Hugvarpið, þar sem farið er yfir hinar ýmsu geðraskanir með fjölda sérfræðinga.
Hægt er að bóka viðtal hjá Karenu með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 5171718.