Hvernig birtist erfið líðan í ástandinu sem nú er

Öll bregðumst við misjafnlega við streituvaldandi aðstæðum. Hvernig hver og einn bregst við faraldrinum getur verið háð bakgrunni þínum, hlutunum sem gera þig frábrugðinn öðru fólki og samfélaginu sem þú býrð í.

Fólk sem gæti fundið sterkari streitu á álgastímanum sem nú er, er meðal annars

  • Eldra fólk og fólk með langvinna sjúkdóma sem eru í meiri hættu á COVID-19
  • Börn og unglingar sem hafa takmarkaðri skilning og aðgengi að upplýsingum
  • Fólk sem hjálpar til við að vinna á COVID-19, eins og læknar og aðrir heilbrigðisaðilar, eða þeir sem veita fyrstu hjálp.
  • Fólk sem glímir við geðheilsuvandamál, þ.m.t. áfengis- og vímuefnaneyslu.

Kvíði og streita við smitfaraldur geta komið fram sem:

  • Ótti og áhyggjur af eigin heilsu og heilsu ástvina þinna
  • Breytingar á mat- eða svefnmynstri
  • Erfiðleikar með að sofa eða einbeita sér
  • Versnun langvinnra heilsufarsvandamála
  • Aukin notkun áfengis, tóbaks eða annarra lyfja
  • Minni virkni, sérstaklega ánægjulegra hluta
  • Pirringur eða reiði af litlum hlutum

Hér að neðan eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað.

1.Skipuleggðu hagnýta hluti

Finndu út hvernig þú getur útvegað allar heimilisbirgðir sem þú þarft á meðan sóttkvíini stendur. Þú getur athugað með heimsendingar eða gætir prófað að spyrja nágranna, vini og fjölskyldu.

Athugaðu hvernig þú getur áfram haft aðgang að þeirri þjónustu og stuðningi sem þú þarft til að sinna líkamlegri eða geðrænni heilsu þinni eins og mögulegt er. Láttu þjónustuaðila þína vita að þú dveljir heima og ræddu við þá um hvernig þú getur haldið áfram að fá stuðning heima við.

Ef þú þarft á reglulegri lyfjagjöf að halda hafðu þá samband við heimilislækni þinn eða heilsugæslu og fáðu upplýsingar um hvernig þessi þjónusta verði á meðan sóttkví stendur yfir. Hægt er að endurnýja lyfseðla í gegnum síma og á netinu í gegnum  heilsugæsluna þína og á Heilsuvera.is Sum apótek bjóða upp á heimsendingar lyfja.

Ef að þú hefur verið að styðja eða hugsa um aðra, hvort sem er heima hjá þér eða með því að heimsækja þá reglulega, hugaðu þá að því hver gæti stigið inn fyrir þig og hjálpað þér á meðan þú dvelur heima í sóttkví.

 

2. Haltu tengslum við aðra

Að viðhalda heilbrigðu sambandi við fólk sem þú treystir er mikilvægt fyrir andlega líðan þína. Hugsaðu um hvernig þú getur verið í sambandi við vini og fjölskyldu á meðan þú ert heima – í síma, með skilaboðum, myndsímtölum eða á netinu – hvort sem það er fólk sem þú sérð oftast eða tengir aftur við gamla vini eða nágranna.

Fullt af fólki finnst ástandið í dag erfitt, svo það að setja sig í samband gæti hjálpað þeim líka.

 

3. Talaðu um áhyggjur þínar

Mundu að það er í lagi að deila áhyggjum þínum með öðrum sem þú treystir – það gæti hjálpað þeim líka. Þú getur líka prófað hjálparsíma eða netspjall en mörg samtök og fyrirtæki bjóða upp á slíka þjónustu.

 

4. Hugaðu að líkamlegri hreyfingu

Líkamleg heilsufar okkar hefur raunverulega áhrif á tilfinning okkar. Reyndu að ganga úr skugga um að þú og fjölskylda þín borði hollan og næringarríkan mat, drekki nóg vatn og hreyfir þig reglulega.

Forðastu að reykja eða nota eiturlyf og reyndu að drekka ekki of mikið áfengi. Það getur verið auðvelt að falla í óheilsusamlegt hegðunarmynstur sem endar með því að láta þér líða verr.

Farðu út í göngutúr eða að hlaupa ef þú getur, eða prófaðu að finna líkamsræktarmyndbönd sem þú getur gert heima. Margar líkamsræktarstöðvar eru einnig farnar að bjóða upp á fjarþjálfun sem þú getur kannað.

 

5. Vertu meðvituð/aður um erfiðar tilfinningar

Áhyggjur vegna koronaveirunnar eru fullkomlega eðlilegar. Sumt fólk getur þó fundið fyrir miklum kvíða sem getur haft áhrif á daglegt líf þeirra.

Reyndu að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað, svo sem hvernig þú hegðar þér, við hvern þú talar við og hvaðan þú færð upplýsingar frá.

Það er holt að viðurkenna að sumir hlutir eru ekki undir stjórn þinni, en ef þú hefur stöðugar hugsanir um ástandið og finnur fyrir miklum kvíða eða yfirþyrmandi áhyggjum, þá eru nokkrir hlutir sem þú getur reynt að gera til að hjálpa við að stjórna kvíða þínum, eins og að hlusta á hugleiðslumyndbönd um andlega vellíðan.

 

6. Ekki vera límdur við fréttirnar

Reyndu að takmarka þann tíma sem þú eyðir í að horfa á, lesa eða hlusta á umfjöllun um útbreiðslu koronuveirunnar, þ.m.t. á samfélagsmiðlum, og íhugaðu að slökkva á fréttatilkynningum í símanum.

Þú getur stillt þér ákveðinn tíma til að lesa uppfærslur eða takmarkað þig við að athuga nokkrum sinnum á dag.

Notaðu áreiðanlegar heimildir – svo sem vefsíðu Landlæknis – og taktu upplýsingum frá fréttum, samfélagsmiðlum eða öðru fólki með ákveðinni gagnrýni.

 

7. Haltu áfram að gera ánægjulega hluti

Ef við erum með áhyggjur, kvíða, einmana eða langt niðri, getum við hætt að gera hluti sem við höfum venjulega gaman af.

Gerðu tilraun til að einbeita þér að uppáhalds áhugamálinu þínu ef það er eitthvað sem þú getur enn gert heima. Ef ekki, gæti það hjálpað að velja eitthvað nýtt til að læra heima – það eru fullt af góðum hugmyndum á netinu.

 

8. Taktu tíma til að slaka á

Þetta getur hjálpað við erfiðar tilfinningar og áhyggjur og bætt líðan okkar. Slökunartækni getur einnig hjálpað við að takast á við kvíða tilfinningar.

 

9. Búðu til þína daglegu rútínu

Lífið er að breytast um stund og hvort sem þú dvelur heima að sjálfdáðum eða ert í sóttkví, þá er líklegt að þú finnir fyrir einhverjum truflunum á daglegum venjum þínum. Hugaðu að hvernig þú getur aðlagað og búið til nýjar venjur og sett þér markmið.

Það gæti reynst gagnlegt að skrifa áætlun fyrir daginn eða vikuna þína. Ef þú ert að vinna að heiman, reyndu að fara á fætur og vera tilbúinn á sama hátt og venjulega, haltu þig við sama tíma og þú myndir venjulega vinna ef þú ert heimavinnandi og haldtu þig við sömu svefnrútínu.

Þú getur sett inn nýjan tíma fyrir daglegt æfingar heima og valið ákveðin tíma til að þrífa, lesa, horfa á sjónvarpið eða elda.

 

10. Passaðu upp á svefninn þinn

Góður svefn skiptir miklu máli hvernig okkur líður, svo það er mikilvægt að fá nóg.

Reyndu að viðhalda venjulegu svefnmynstri þínu og haltu þig við góða svefnvenjur.

 

11.Haltu huganum virkum

Lestu, skrifaðu, spilaðu leiki, gerðu krossgátur, kláruðu Sudoku þrautir, kláruðu púsluspil eða prófaðu að teikna og mála. Hvað svo sem það er, finndu eitthvað sem hentar þér.