Áfalla- og sálfræðimiðstöðin undirritaði þann 12. júlí 2015 þjónustusamning við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Áfalla- og sálfræðimiðstöðin mun veita starfsmönnum Slökkviliðsins og fjölskyldum þeirra alla almenna sálfræðiaðstoð ásamt því að halda regluleg fræðslunámskeið fyrir starfsfólk.

Hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni starfa sálfræðingar sem sérhæft hafa sig í úrvinnslu áfalla, auk almennri sálfræðiþjónustu. Á stofunni starfa einnig geðlæknar og félagsráðgjafi og lögð er áhersla á að bjóða upp á þverfaglega þjónustu í þeim tilfellum sem þess þarf.

Starfsfólki Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins býðst því aukið aðgengi að faglegri aðstoð eftir undirritun samningsins og er það sönn ánægja starfsfólks Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar að starfa með Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins á komandi tímum.

Reykjavík 20. júlí 2015