Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Ásgrímur Hólm Rúnarsson
Ásgrímur er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu hjá unglingum og fullorðnum vegna kvíða, þunglyndis, áfalla og annars tilfinningavanda. Einnig hefur hann mikinn áhuga á að vinna með íþróttafólki. Hann leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) og aðrar gagnreyndar meðferðir í störfum sínum.
Ásgrímur útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni sama ár. Starfsþjálfun hans fór fram á Litlu Kvíðameðferðastöðinni þar sem hann vann með börnum og unglingum. Einnig lauk hann starfsnámi hjá Geðheilsuteymi Vestur þar sem hann vann með fullorðnum.
Meistaraverkefni hans fól í sér að árangursmeta rafræna hugræna atferlismeðferð (RHAM) sem Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu stóðu fyrir. Þar var metið hvort að RHAM væri árangursrík lausn sem fyrsta inngrip gegn vægum einkennum þunglyndis og kvíða.
Frá árinu 2018 vann hann á Réttar- og Öryggisgeðdeild Landspítalans sem staðsett er á Kleppi en hann lauk störfum þar þegar hann hóf störf sem sálfræðingur. Þar vann hann með einstaklingum sem glímdu við geðrænan vanda og fíknivanda samtímis.
Hægt er að bóka viðtal hjá Ásgrími Hólm með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 517-1718.