Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Björg Hákonardóttir
Björg er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir hún meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá fullorðnum og unglingum niður í 14 ára aldur. Hún notast við gagnreyndar aðferðir í sinni meðferðarvinnu, mest hugræna atferlismeðferð og hugræna úrvinnslumeðferð. Björg veitir meðferð við ýmsum vanda, þar má nefna kvíða, þunglyndi, áföll, lágt sjálfsmat, streitu og annan tilfinningavanda.
Björg útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2024. Í náminu var Björg nemi í Barnahúsi og hér á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.
Björg hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur sálfræði og vinnu með andlegan vanda. Áhugasvið hennar er þó helst áföll og afleiðingar þeirra ásamt tengslum líkamlegra veikinda og óútskýrðra verkja við andlega heilsu og áfallasögu. Meistararitgerð hennar skoðar reynslu fólks með vefjagigt af því að fá viðeigandi þjónustu hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Starfsreynsla Bjargar er mest á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur unnið sem atferlisþjálfi einhverfra barna á leikskóla, sem stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir einhverfa og þroskaskerta og með meistaranámi starfaði hún sem stuðningsráðgjafi á íbúðarkjarna fyrir einhverfa einstaklinga sem sýna áhættuhegðun. Þar að auki hefur hún unnið á geðdeild Landspítala, við símsvörun á hjálparsíma Rauða Krossins og sem stundakennari í líkamsrækt.
Önnur menntun:
Diplóma í Geðheilbrigðisfræði frá Háskólanum á Akureyri (2022)
Jógakennararéttindi frá Gyan Yog Breath (200HR) á Indlandi (2019) og Om Yoga International (300HR) á Indlandi (2021). Björg er “Advanced Yoga Teacher/RYT-500” samkvæmt Yoga Alliance samtökunum. Hún sótti einnig framhaldsnámskeið (50HR) þar sem kafað var dýpra í öndunaræfingar og hugleiðslu.
Hægt er að bóka viðtal hjá Björgu með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 5171718.