Björg

Björg Hákonardóttir

Björg er nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og er hún í starfsnámi á Áfalla-og sálfræðimiðstöðinni. Björg hefur einnig verið í starfsnámi í Barnahúsi. Í HR er hugræn atferlismeðferð kennd og er það sú meðferð sem Björg notar í starfsnáminu.

Björg sinnir greiningu og meðferð hjá unglingum og fullorðnum vegna kvíða, þunglyndis, áfalla og annars tilfinningavanda.

Björg hefur mikinn áhuga á tengslum líkamlegra veikinda og óútskýrðra verkja við andlega heilsu og áfallasögu. Meistararitgerð hennar skoðar reynslu fólks með vefjagigt af því að fá viðeigandi þjónustu hjá Heilsugæslu Höfuborgarsvæðisins.

Starfsreynsla Bjargar er mest á velferðasviði Reykjavíkurborgar en hún hefur unnið sem atferlisþjálfi barna með einhverfu á leikskóla, sem stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir einhverfa og þroskaskerta og starfar hún nú sem stuðningsráðgjafi á íbúðarkjarna fyrir einhverfa einstaklinga. Þar að auki hefur hún unnið á geðdeild Landsspítala, við símsvörun á hjálparsíma Rauða Krossins og er hún menntaður jógakennari.

Björg býður upp á viðtöl á lægra verði mánudaga til fimmtudaga og hægt er að bóka hjá henni með því að senda póst á mottaka@asm.is eða í s. 517 1718.