Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Eygló Ósk (hún) sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum. Hún notast við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig hefur hún mikinn áhuga á að vinna með íþróttafólki.

 

Menntun:

Eygló útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur sumarið 2023. Meistaraverkefni hennar fjallaði um andlega heilsu verðandi mæðra. Í meistaranáminu hlaut hún þjálfun á tveimur starfstöðvum, annarsvegar á barnaspítala Hringsins og hinsvegar hér á Áfalla og sálfræðimiðstöðinni.

 

Starfsreynsla:

Eygló starfaði sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild (SEG) sem heyrir undir geðsvið Landspítalans árið 2021. Einnig starfaði hún sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild Landsspítalans frá árinu 2022-2023 bæði í fullu starfi og einnig samhliða námi.

 

Eygló var einnig í afreksíþróttum í 20 ár og lokaverkefnið hennar í grunnnáminu í sálfræði fjallaði um algengi niðursveiflu í líðan eftir Ólympíuleikana.

 

Eygló er sem stendur í fæðingarorlofi.