Félagskvíði, einnig kallað félagsfælni, einkennist af áköfum kvíða eða ótti við að vera dæmdur á neikvæðan hátt eða hafnað í félagslegum aðstæðum. Fólk með félagskvíða hefur oft miklar áhyggjur af því að kvíði þeirra sé sýnilegur öðrum (t.d. roðna fyrir framan aðra, stama eða mismæla sig) eða vera álitið heimskt, vandræðalegt eða leiðinlegt. Fyrir vikið forðast þau oft félagslegar aðstæður og þegar ekki er hægt að forðast aðstæðurnar upplifa þeir verulegan kvíða og vanlíðan. Margir með félagskvíða upplifa einnig sterk líkamleg einkenni, svo sem hraðan hjartslátt, ógleði og aukin svita og geta upplifað ofsakvíðaköst þegar þau fara í félagslegar aðstæður. En þrátt fyrir að það geri sér grein fyrir og viðurkenni að ótti þeirra er óhóflegur og óeðlilegur, líður því oft vanmáttugt gagnvart kvíðanum sínum.

Félagskvíði hefur áhrif á mikin fjölda fólks og er ein algegnasta kvíðaröskun sem fólk glímir við. Félagskvíði byrjar yfirleitt á unglingsárunum en getur komið fram á hvaða aldri sem er. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi röskun er ekki einfaldlega bara feimni og getur haft verulega hamlandi áhrif á líf þeirra sem eru með hana. Til dæmis geta einstaklingar hafnað náms- eða atvinnutækifærum vegna þess að þau krefjast tíðra samskipta við fólk eða forðist að fara út að borða með vinum vegna ótta við að koma illa fyrir þegar þeir borða eða drekka. Þetta getur haft veruleg áhrif á líðan einstaklings og truflað daglegar venjur, starfsárangur og félagslíf sem gerir það að verkum að erfitt getur verið að ljúka skóla, mæta í atvinnuviðtal og fá vinnu og að stofna til vináttu- og ástarsambanda. Fólk með félagskvíða er einnig í aukinni hættu á að fá þunglyndi og eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða.

Þrátt fyrir að mikið framboð er á árangursríkri meðferð við félagskvíða leita færri en 5% fólks sér aðstoðar og oft er það ekki að leita sér hjálpar fyrr en tíu árum eftir að kvíðinn byrjaði. Lang flestir sem að fara í sálfræðimeðferð við félagskvíða ná góðun árangri á kvíðanum.