Atriði sem er gott að hafa í huga í fyrsta tíma
Þegar komið er í fyrsta tíma er mælt með því að mæta 15 mínútum áður en tíminn á að hefjast.
Í mótökunni færðu í hendurnar lista og skjöl sem þú fyllir út og lætur meðferðaraðila fá í upphafi tímans.
Almenn viðtöl á ÁSM eru 50 mínútur en fyrsta viðtal er ávallt 60 mínútur eða jafnvel lengra. Í fyrsta viðtali er oft farið yfir helstu lista sem meðferðaraili telur þörf á ásamt því að farið er yfir söguna.
Meðferðaraðilar áskilja sér þann rétt að meta á fyrstu 3 viðtölunum hvort að þeir séu hæfir til þess að halda meðferð áfram eða hvort þeir telji sig þurfa að vísa málinu annað.
Það hefur verið sýnt fram á það að meðferðarsambandið er eitt það mikilvægasta þegar kemur að því að spá fyrir um árangur í meðferð. Með meðferðarsambandi er átt við samband eða tengsl skjólstæðings og meðferðaraðila. Því er mikilvægt að hafa í huga að skjólstæðingar geta ávallt óskað eftir því að komast að hjá öðrum sálfræðing ef þeir telja sig þurfa þess.
Til ÁSM leitar fjöldinn allur að fólki úr þjóðfélaginu og viljum við óska eftir því við alla okkar skjólstæðinga að fara ekki lengra með það sem þú sérð og mögulega heyrir á biðstofunni.