Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Guðný Björg Barkardóttir
Guðný Björg er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum. Hún notast við gagnreyndar aðferðir og vinnur mest út frá hugrænni atferlismeðferð en Guðný Björg veitir meðferð við flestum vandamálum, t.d. áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.
Guðný Björg útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur sama ár. Í meistaranáminu var Guðný Björg í starfsþjálfun á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og hér á Áfalla og sálfræðimiðstöðinni.
Hún hefur mikinn áhuga á kvíða, afleiðingum áfalla en einnig taugasálfræði og svefni. Meistaraverkefni Guðnýjar Bjargar fjallaði um tengsl mænuvökvasýna við vitræna skerðingu meðal fólks með forstig heilabilunar en bakkalárverkefni hennar um tengsl svefns og streitu á námsárangur.
Guðný Björg hefur mikinn áhuga á rannsóknum og tölfræði og segir hjartað sitt taka kipp þegar hún fær að sökkva sér í tölfræðigreiningu í R. Hún hefur lokið 60 einingum í meistaranámi í megindlegri sálfræði við Háskóla Íslands og tekur að sér tölfræðiráðgjöf á stofunni.
Starfsreynsla Guðnýjar Bjargar er mest á sviði barnaverndar en hún starfaði hjá Barna- og fjölskyldustofu og Barnavernd Reykjavíkur frá 2020 og þar til hún útskrifaðist sem sálfræðingur 2023. Í þeim störfum hefur hún mest unnið með unglingum með hegðunar- og vímuefnavanda, foreldrum þeirra og félagsráðgjöfum.
Guðný er sem stendur í fæðingarorlofi.