Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Hildur Hálfdánardóttir

Hildur er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2024 og hlaut í kjölfarið starfsréttindi til að starfa sem klínískur sálfræðingur.

Hildur leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð og sinnir málum á borð við áföll, kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og annars tilfinningavanda. Starfsþjálfun hennar fór fram á Suðurmiðstöð þar sem hún vann með börnum og foreldrum þeirra. Einnig lauk hún starfsnámi hjá Áfallateymi Landspítalans þar sem hún vann með fullorðnum og veitti meðferðir við áfallastreituröskun og lágu sjálfsmati. Hún hefur einnig lokið viðbótadiplómunámi í Hagnýtri Atferlisgreiningu frá Háskóla Íslands.

Hildur hefur mikinn áhuga á áföllum og hvernig hægt sé að auka lífsgæði fólks í kjölfar áfalls. Meistaraverkefni hennar felur í sér að skoða upplifun þolenda kynferðisofbeldis af því að mæta í dómsal og bera vitni í máli sínu og samhliða því hefur hún tekið þátt í þróun á inngripi, dómsalur í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Undanfarin ár hefur Hildur starfað á Bráðamóttökunni í Fossvogi og Móttökugeðdeild Landspítalans. Í þeim störfum hefur hún unnið með sjúklingum og aðstandendum þeirra.

Hægt er að bóka viðtal hjá Hildi með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 5171718.