Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Kristinn Arnar Diego

Kristinn Diego er menntaður félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur með víðtæka reynslu í klínískri vinnu með börnum og fjölskyldum sem glíma við flókin og fjölþætt áföll og áskoranir.

Hann lauk BA-prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008 og hlaut starfsleyfi frá Embætti landlæknis árið 2011. Árið 2020 lauk hann meistaraprófi í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og hlaut í framhaldinu sérfræðileyfi í félagsráðgjöf á sviði fötlunar árið 2023. Hann lauk MA-prófi í fjölskyldumeðferð vorið 2025 og stundar nú MS nám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, með áherslu á geðheilbrigði og áföll.

Kristinn starfar sem klínískur félagsráðgjafi og klínískur fjölskyldumeðferðarfræðingur og hefur áralanga reynslu af því að styðja einstaklinga, pör og fjölskyldur. Hann er jafnframt löggiltur sáttamiðlari og hefur sótt fjölda námskeiða og framhaldsnám í fjölbreyttum meðferðaraðferðum. Má þar nefna grunn- og framhaldsnám í markþjálfun, meðvirknimeðferð, áfallameðferð og pararáðgjöf samkvæmt Gottman-aðferðinni, SES-Pro í skilnaðarráðgjöf, tengsla- og tilfinningameðferð, auk fíkniráðgjafar frá SÁÁ.

Sérsvið Kristins eru fjölskylduvandamál, pör í erfiðleikum og einstaklingsráðgjöf við fólk sem glímir við lífsáskoranir. Hann leggur metnað í að veita faglega, hlýja og lausnamiðaða þjónustu með það að markmiði að styrkja einstaklinga og stuðla að bættum samskiptum og vellíðan.

Hægt er að panta viðtal hjá Kristni með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 517 1718.