Hafa samband

mottaka@asm.is
S. 517 1718

Kristinn Arnar Diego

Kristinn hefur lokið námi í félagsráðgjöf og hlaut starfsleyfi frá Embætti landlæknis árið 2011. Hann sérhæfir sig í félagsráðgjöf á fötlunarsviði og var viðurkenndur sem sérfræðingur á því sviði af sama embætti árið 2023. Kristinn útskrifaðist með BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008 og dýpkaði þekkingu sína með meistaraprófi í fötlunarfræðum frá sömu stofnun árið 2020. Hann lauk síðan MA-diplómu í fjölskyldumeðferð árið 2024 og hyggst útskrifast með fullnaðargráðu í fjölskyldumeðferð vorið 2025.

Kristinn starfar sem klínískur félagsráðgjafi og klínískur fjölskyldumeðferðarfræðingur með víðtæka reynslu í að vinna með börnum og fjölskyldum sem glíma við flókin vandamál. Hann er einnig viðurkenndur sáttamiðlari og hefur lokið framhaldsnámi og námskeiðum í fjölbreyttum ráðgjafar- og meðferðaraðferðum, þar á meðal markþjálfun, meðvirknimeðferð, áfallameðferð og pararáðgjöf samkvæmt aðferðum Gottman, SES-Pro í skilnaðarráðgjöf, tengsla- og tilfinningameðferð sem og fíkniráðgjöf frá SÁÁ.

Kristinn hefur sérstakan áhuga á því að styðja við fjölskyldur, veita pararáðgjöf og einstaklingsráðgjöf og vinna með málefni tengd fötlun. Hann leggur metnað í að aðstoða skjólstæðinga sína með fagmennsku og umhyggju, með það að markmiði að efla vellíðan og stuðla að bættum samskiptum.

Hægt er að bóka viðtal hjá Kristni með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 5171718.