Það er eðlilegur partur af  lífi okkar að upplifa kvíða. Kvíði er drifkraftur sem getur nýst okkur til góða og hjálpar okkur að sinna þeim verkum sem við þurfum að vinna af hendi. Hins vegar getur kvíði orðið það mikill að hann verður yfirþyrmandi, viðvarandi og oft óviðráðanlegur að virðist. Ef kvíðinn er orðin óhóflega mikill getur myndast órökréttur ótti gagnvart dagsdaglegum aðstæður sem getur dregið úr framtakssemi okkar og lífsgæðum. Þegar að kvíðinn er komin á það stig að hann er farin að trufla dagsdaglegar athafnir er líklegt að um kvíðaröskun sé að ræða.

Kvíðaraskanir eru alvarlegur heilsufarsvandi og einar algengastu og útbreiddustu geðraskananir í heiminum í dag. Undir kvíðaraskanir falla:

 • Almenn kvíðaröskun
 • Felmtursröskun og ofsakvíðaköst
 • Víðáttufælni
 • Félagsfælni
 • Aðskilnaðarkvíði
 • Sértæk fælni.
 • Heilsukvíði
 • Námskvíði og frammistöðukvíði

Einkenni kvíða eru fyrst og fremst líkamleg en einnig hugræn og eru eðlileg viðbrögð þegar að við skynjum hættuástand. Einkennin eru:

 • Ör eða þungur hjartsláttur
 • Oföndun
 • Breyting á einbeitingu
 • Sjóntruflanir
 • Köfnunartilfinning
 • Svimi
 • Hita eða kuldaköst
 • Sviti
 • Skjálfti
 • Doði í andliti og litlu útlimunum
 • Meltingartruflanir eins og niðurgangur, ógleði og munnþurrkur
 • Óraunveruleika tilfinning
 • Ótti við að deyja eða missa vitið

Samkvæmt Embætti Landlæknis er hugræn atferlismeðferð (HAM) fyrsta val þegar meðferða á kvíða. HAM meðferð hefur sýnt fram á góðan árangur og yfirleitt finnur fólk fljótt mun á sér þegar að það byrjar að vinna á kvíðanum.