
Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Lilja Rún Tumadóttir
Lilja Rún starfar sem sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni ásamt því að starfa á bráðamóttöku geðsviðs Landsspítalans. Hún fékk útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis árið 2016.
Lilja Rún lauk Msc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 en lauk einnig eins árs þverfaglegu námi í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands. Starfsþjálfun hennar fór fram á Þroska- og hegðunarstöð og í Barnahúsi við meðferð og greiningu barna og unglinga ásamt því að sinna meðferð fullorðinna á Landsspítalanum.
Að námi loknu hóf hún störf á Þroska- og hegðunarstöð þar sem hún sinnti greiningum á sálrænum vanda og taugaþroskaröskunum hjá börnum og unglingum ásamt ráðgjöf til foreldra og skóla og starfaði hún þar til ársins 2018.
Árið 2018 hóf Lilja Rún störf sem sálfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn í Hornafirði og starfaði hún þar til ársins 2019 þegar hún kom til Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar.
Lilja Rún hefur einnig verið leiðbeinandi á hinum ýmsu námskeiðum bæði fyrir börn og foreldra.
Lilja Rún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda bæði hjá ungmennum og fullorðnum, en einkum kvíða og þunglyndi ásamt því að taka að sér uppeldis- og hegðunarráðgjöf til foreldra. Hún nýtir meðal annars hugræna atferlismeðferð og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, sem og aðrar gagnreyndar meðferðir við þeim vanda sem verið er að vinna með hverju sinni.
Hægt er að bóka viðtal hjá Lilju Rún í síma 517 1718 eða með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is