Hafa samband

S. 517 1718

Lilja Rún Tumadóttir

Lilja Rún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum ásamt ráðgjöf til foreldar. Hún notast við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og hagnýtrar atferlisgreiningar.

Námsferill: Msc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavíkárið 2016 og hlaut starfsréttindi frá Landlækni til að starfa sem klínískur sálfræðingur sama ár. Á starfsþjálfunartíma í mastersnáminu hlaut Lilja Rún þjálfun á tveim starfsstöðvum sem sinna meðferð og greiningu á vanda barna og unglinga, annarsvegar Barnahús og hinsvegar Þroska- og hegðunarstöð. Einnig á Landspítala við meðferð fullorðina.

Óbirt vísindagrein úr lokaverkefni til meistaraprófs: Lilja RúnTumadóttir, (2016). Comparison of the effects of short interventionson enhancement of physical activity and symptoms of depression and anxiety. Eins árs þverfaglegt nám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla íslands árið2012. BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009.

Lokaverkefni: Samband hugsanaruglings, ofurábyrgðarkenndar, hugsanabælingar og athyglisstjórnar við áráttu- og þráhyggjueinkenni í úrtaki háskólanema.

Starfsferill: Hóf störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni árið 2019. Núverandi starf á Geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, m.a við ADHD greiningar fullorðinna. Sálfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands – Höfn í Hornafirði 2018-2019. Greining og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna. Sálfræðingur á Þroska-og hegðunarstöð 2016-2018. Greiningar á sálrænum vanda og taugaþroskaröskunum hjá börnum og unglingum ásamt ráðgjöf til foreldra og skóla. Einnig leiðbeinandi á námskeiðum fyrir börn og foreldra. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar – Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða, 2010-2019.