Hafa samband

magnus@hugvernd.is
S. 517 1718

Dr. Magnús Blöndahl Sighvatsson

Magnús sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð (HAM) við áráttu-og þráhyggjuröskun, heilsukvíða, almennri kvíðaröskun, félagsfælni, felmturröskun og þunglyndi hjá fullorðnum. Hann hefur viðamikla reynslu í greiningu og meðferð geðraskana. Árin 2006-2016 starfaði Magnús sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala, bæði á innlagnadeild og á göngudeild. Frá árinu 2007 hefur Magnús starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur og rekið eigin sálfræðistofu. Frá árinu 2007 hefur Magnús verið stundakennari við Háskóla Íslands og frá árinu 2013 við Háskólann í Reykjavík. Magnús var skipaður klínískur lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands árið 2017 og handleiðir hann nemendum í lokaverkefnum í klínískri sálfræði bæði í grunn-og framhaldsnámi.

Menntun og rannsóknir:
Magnús lauk BA prófi í sálfræði árið 2001 og MA prófi í sálfræði árið 2006 frá Sálfræðideild Háskóla Íslands. Árið 2023 lauk Magnús doktorsprófi í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Magnús virka þætti í hugrænni atferlismeðferð (HAM) þ.e. hvaða inngrip í HAM valda því að meðferðin er árangursrík. Magnús hefur birt fjölda vísindagreinar í erlendum tímaritum um rannsóknarefni sín auk greina á íslensku um HAM. Magnús starfar einnig sem ritrýnir fyrir erlend og íslensk fagtímarit.