
Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir
Ragnheiður starfar sem sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni en hún fékk útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis árið 2018.
Ragnheiður útskrifaðist með BSc próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Samhliða grunnnámi starfaði hún á bráðamóttöku geðdeildar Landsspítala sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi. Árið 2015 lauk hún MSc námi í vinnusálfræði frá Linnæus háskóla í Svíþjóð og árið 2018 útskrifaðist hún með MSc próf í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Starfsþjálfun hennar fór fram á Endurhæfingargeðdeild Landsspítala, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og einnig á göngudeild fyrir verkjasjúklinga á sjúkrahúsi í Svíþjóð.
Frá ársbyrjun 2019 gengdi Ragnheiður starfi sálfræðings hjá Vestmannaeyjabæ þar sem hún sinnti fjölbreyttum verkefnum en aðallega greiningu á sálrænum vanda barna og ungmenna ásamt ráðgjöf í skólaþjónustu og hjá barnavernd.
Ragnheiður hefur haldið ýmsa fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir starfsfólk í grunn– og leikskóla m.a. um samskipti á vinnustað og gagnlegar lausnir í krefjandi samskiptum. Hún hefur einnig flutt erindi á heilbrigðisvísindaráðstefnum um rannsókn á ferli sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu og upplifun sjúklinga.
Ragnheiður hóf störf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni árið 2020 þar sem hún stýrði útibúi í Vestmannaeyjum en hefur frá hausti 2024 haft aðsetur í Kópavogi og verið þar í fullu starfi.
Ragnheiður sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá bæði börnum og fullorðnum, s.s. vegna áfalla, kvíða, þunglyndis, samskiptavanda eða lágs sjálfsmats. Hún býður að auki upp á fjarviðtöl og tekur að sér fræðslu og fyrirlestra eftir óskum.
Hægt er að bóka tíma hjá Ragnheiði í síma 517 1718 eða með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is