Hafa samband

S. 517 1718

Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir

Ragnheiður starfar hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni með aðsetur í Vestmannaeyjum og býður einnig upp á fjarþjónustu.

Ragnheiður útskrifaðist með BSc próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Samhliða grunnnámi starfaði hún á bráðamóttökugeðdeild Landsspítala sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi og lauk síðar MSc námi í vinnusálfræði frá Linnæus háskóla í Svíþjóð árið 2015. Hún útskrifaðist úr klínískri sálfræði til starfsréttinda frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og fékk löggildingu frá Landlækni til að starfa sem sálfræðingur í júní sama ár. Í náminu hlaut hún starfsþjálfun á Endurhæfingargeðdeild Landsspítala, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og einnig á göngudeild fyrir verkjasjúklinga á sjúkrahúsi í Svíþjóð.

Frá ársbyrjun 2019 hefur Ragnheiður gegnt starfi sálfræðings hjá Vestmannaeyjabæ þar sem hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, aðallega greiningu á sálrænum vanda barna og ungmenna ásamt ráðgjöf í skólaþjónustu og barnavernd.

Ragnheiður hefur haldið ýmsa fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir starfsfólk í grunn –og leikskóla m.a. um samskipti á vinnustað og gagnlegar lausnir í krefjandi samskiptum. Hún hefur einnig flutt erindi á heilbrigðisvísindaráðstefnum um rannsókn á ferli sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu og upplifun sjúklinga.

Áhugasvið í meðferð: úrvinnsla áfalla, meðferð við ýmsum kvíðaröskunum, þunglyndi, samskiptavandi og lágt sjálfsmat.