
Hafa samband
mottaka@asm.is
S. 517 1718
Sara Ósk Kristjánsdóttir
Sara er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu á sálfrænum vanda hjá unglingum og fullorðinum. Hún veitir meðferð við ýmsum vanda eins og þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og lágu sjálfsmati og notast við gagnreyndar aðferðir í sinni vinnu með áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM).
Sara útskrifaðist með meistaragráðu í klíniskri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2025. Í náminu var hún í starfsnámi hjá Heilsuvernd haustið 2024 og í áfallateymi Landspítalans vorið 2025. Starfsreynsla Söru er fjölbreytt en hún hefur meðal annars starfað sem atferlisþjálfi, bæði í leikskóla og grunnskóla.
Sara hefur víðtækan áhuga á fjölbreyttum viðfangsefnum sálfræðinnar og meðferð við alls kyns vanda. Hún hefur þó sérstakan áhuga á áföllum og afleiðingum þeirra, sem og kvíðaröskunum.
Hægt er að bóka viðtal hjá Söru með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 517-1718.