Sjöfn Evertsdóttir

Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

Sjöfn sinnir meðal annars greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum, svo sem áfallastreitu, kvíða, þunglyndi, aðlögunar- og samskiptavanda. Einnig veitir hún fagaðilum, einstaklingum og starfshópum handleiðslu og heldur fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um sálfræðileg málefni. 

Sjöfn útskrifaðist með BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og Cand. Psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2009, með áherslu á meðferð og greiningu sálmeina hjá fullorðnum og vinnusálfræði. Í mars 2015 útskrifaðist hún með Postgraduate Certificate in CBT for Psychological Trauma frá Oxford Háskóla og Postgraduate Diploma in CBT í mars 2018 frá sama skóla. Sjöfn leggur nú stund á MSc nám í CBT við Oxford Háskóla, sem Clarendon Scholar. Að auki hefur hún sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur í sálrænni meðferð hér heima og erlendis.

Sjöfn hefur verið meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands frá 2009 og var formaður fræðslunefndar félagsins frá 2013 – 2016. Einnig hefur hún verið í stjórn Félags um hugræna atferlismeðferð frá 2010 og formaður félagsins frá 2015. Auk þess hefur Sjöfn verið meðlimur og fulltrúi Íslands í European Society for Trauma and Dissociation frá 2014 og meðlimur í European Society for Traumatic Stress Studies frá 2013 og International Society for Traumatic Stress Studies frá 2011.

Ferill