Streita og kulnun

Streita er eitthvað sem flestir þekkja. Streita myndast þegar við erum undir langvarandi álagi vegna mikilla verkefna í vinnu eða heima fyrir eða þegar við erum að ganga í gegnum erfið tímabil í lífinu. Ef að streita verður viðvarandi í langan tíma getur hún leitt til kulnunar eða ‘burnout’ eins og það kallast á ensku. Kulnun er hugtak sem lýsir í raun afleiðingum langvinnrar streitu og lýsir sér með einkennum eins og þreytu, pirringi, gleymsku og erfiðleikum með svefn. Auk þess getur einnig fylgt gleði- og áhugaleysi. Mörg þessara einkenna eru þau sömu og koma fram í þunglyndi en kvíði og þunglyndi eru algengir fylgikvillar streitu. Sé ekkert að gert í langan tíma geta þau leitt til einangrunar, erfiðleika í samskiptum og jafnvel alvarlegs þunglyndis og sjálfsvígshugsana.

Einkenni kulnunar:

– Streita

– Svefnleysi 

– Þreyta

– Pirringur

– Gleymska

– Gleði – og áhugaleysi

– Ánægjumissir

 

Hægt er að fá aðstoð fagaðila til að vinna á langvarandi streitu og einkennum kulnunar.