Hafa samband

S. 517 1718

Sunna Ólafsdóttir

Sunna Ólafsdóttir er menntaður félagsráðgjafi MA sem lauk meistaranámi frá félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands 2014 og hlaut starfsleyfi Landlæknisembættisins sama ár. Hún lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2021 og er um þessar mundir í fjölskyldumeðferðarnámi við Endurmenntun Háskóla Íslands og lýkur því námi 2024.

 Sunna hefur starfað um árabil hjá barnavernd, lengst af í meðferðarteymi en hún vann áður m.a. í Kvennaathvarfinu og í Grettistaki. Sunna hefur  fengist við kennslu og fræðslu en hún er með B.ed kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands.

Sunna starfar sem klínískur félagsráðgjafi og hefur  faglega reynslu m.a.  í áföllum og missi, ofbeldissamböndum og tilfinningavanda.

Hægt er að bóka viðtal hjá henni með því að hringja í 517 1718 eða senda tölvupóst á mottaka@asm.is