Hafa samband

S. 517 1718

Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn lauk meistaranámi í klínískri sálfræði fullorðinna við Háskóla Íslands árið 2021 og BS prófi í sálfræði árið 2019. Hann hóf störf á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni í mars 2021 og sinnir þar greiningu og sálfræðilegri meðferð fullorðinna. Meistararitgerð hans fjallaði um alþjóðlega rannsókn sem fram fer hér á landi á sérstöku inngripi við áleitnum endurminningum í áfallastreituröskun.

Þorsteinn er einnig menntaður leikari frá Leiklistarskóla Íslandi, hefur stýrt fjölda námskeiða og var verkefnisstjóri í Bataskóla Íslands sem er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Geðhjálpar frá árinu 2017 til 2021.