Þunglyndi er algengt og alvarlegur heilsufarsvandi sem hefur neikvæð áhrif á hugsun, hegðun og líðan okkar. Þunglyndi einkennist af depurð og/eða áhugaleysi á athöfnum sem við áður höfðum gaman af og getur leitt til margvíslegra tilfinninga og líkamlegra vandamála sem að geta dregið úr getu okkar til að takast á við daglegt líf heima og í vinnunni. Margir þættir geta orsakað þunglyndi og geta bæði stafað af erfðum og umhverfisþáttum. Erfið lífsreynsla og áföll eru dæmi um umhverfisþætti sem geta ýtt undir að við þróum með okkur þunglyndi. Má þar t.d. nefna vanrækslu í æsku, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi, einelti og missir ástvina. En sem betur fer er hægt að meðferða þynglyndi og mæla klínískar leiðbeiningar með að hugræn atferlismeðferð (HAM) sé fyrsta val þegar merðferða á þunglyndi og lyfjameðferð sem annað val.

Þunglyndiseinkenni geta verið frá vægum einkennum til alvarlegra einkenna og fela í sér:

  • Depurð eða lækkað geðslag
  • Áhugaleysi eða ánægjumissi á athöfnum sem áður var haft gaman af.
  • Breyting á matarlist – þyngdaraukning eða þyngdartap óháð mataræði.
  • Of lítill eða of mikill svefn.
  • Aukin þreyta eða orkuleysi.
  • Aukið eirðarleysi (eins og að fitla með höndum eða að ganga um gólf) eða hæging á hreyfingum og tali.
  • Að líða einskis virði eða finna fyrir sektarkennd.
  • Erfiðleikar við að hugsa, einbeita sér eða taka ákvarðanir.
  • Hugsanir um dauðann eða sjálfsvíg.

Einkenni þurfa að hafa verið til staðar í a.m.k. tvær vikur til að greinast sem þunglyndi.

Hlekkur á myndband:
https://www.youtube.com/watch?v=z-IR48Mb3W0