Hafa samband

S. 517 1718

Tinna Jóhönnudóttir

Tinna útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2013 og hlaut starfsréttindi til að starfa sem klínískur sálfræðingur sama ár. Hún hefur frá þeim tíma starfað sem sálfræðingur. Hún hóf störf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni í desember 2017, en vann áður á Reykjalundi og Landspítala. Þar sinnti hún fjölbreyttum málum en var lengst af í heilaskaðateymi Grensásdeildar og hefur því mikla reynslu af því að vinna með erfiðleika og vanlíðan í kjölfar slysa og veikinda.

Tinna sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum, meðal annars áfallastreitu, kvíða, lágu sjálfsmati og aðlögunarvanda. Hún tekur einnig að sér ADHD greiningar og taugasálfræðilegar athuganir fyrir fullorðna, til dæmis eftir heilahristing eða heilaáverka, og veitir ráðgjöf og meðferð eftir þörfum í kjölfarið.