Bylt­ing­in kennd við „Ég líka“ eða „Me too“, þar sem kon­ur og karl­ar um all­an heim stigu fram á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðlum og sögðu frá kyn­ferðis­legri áreitni og of­beldi, er að breyta heim­in­um. Viðhorf fjölda fólks til kyn­ferðis­legr­ar áreitni hef­ur breyst á aðeins ör­fá­um vik­um þar sem það skil­ur af­leiðing­ar og al­vöru at­vika sem hafa í gegn­um ald­irn­ar verið sagðar létt­væg­ar. Þeir sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni upp­lifa líka bylt­ingu innra með sér. Það er ekki þeirra að „harka af sér“, þegja og líta á þetta sem eðli­leg­an þátt í til­ver­unni.

Enn á eft­ir að sjá hvort þessi vit­und­ar­vakn­ing verður til þess að kyn­ferðis­leg áreitni minnk­ar. Þeir sem hafa stigið fram og sagt frá upp­lifa líka mis­mun­andi til­finn­ing­ar. Eru þeir að segja frá ein­hvers kon­ar lausn?

„Það er alltaf per­sónu­bundið hvernig fólk upp­lif­ir það að segja frá. Það get­ur vissu­lega verið létt­ir fyr­ir þolanda en einnig ýft upp erfiðar minn­ing­ar, gjarn­an háð því hvar fólk er statt í úr­vinnslu á því sem fyr­ir það kom,“ seg­ir Sjöfn Everts­dótt­ir, sál­fræðing­ur hjá Áfalla- og sál­fræðimiðstöðinni.

„En þegar fólk upp­lif­ir að það að segja frá ýfi upp til­finn­ing­ar er það gjarn­an vegna þess að dregið hef­ur úr forðun, at­b­urður­inn fær­ist nær, og marg­ir upp­lifa að líðan sín versni við það. En minn­ing­arn­ar hafa verið þarna allt frá at­b­urðinum, fólk hef­ur bara náð að forðast þær. Svo kem­ur að þeim tíma­punkti að fólk nær því ekki leng­ur og opn­ar á það, oft með þeim sárs­auka eða létti sem því get­ur fylgt.“

Sjöfn seg­ir að þegar fólk opn­ar á og meðtek­ur hvað það hef­ur upp­lifað fari það um leið að tengja bet­ur sam­an þær and­legu af­leiðing­ar sem ákveðin at­vik og of­beldi hafa haft á líf þess.

„Sum­ir eru að viður­kenna það fyr­ir sér í fyrsta sinn, því ein af af­leiðing­um kyn­ferðisof­beld­is, og það sem viðheld­ur gjarn­an langvar­andi sál­ræn­um vanda í kjöl­farið, er af­neit­un­in; það vill eng­inn verða fyr­ir kyn­ferðisof­beldi og því forðast fólk gjarn­an að „rifja upp at­vikið“.“

Af­leiðing­ar sem fólk er ekki búið að tengja sam­an við það sem það hef­ur orðið fyr­ir í líf­inu geta verið bæði and­leg­ar og lík­am­leg­ar, en tíðni áfall­a­streiturösk­un­ar er t.d. hæst meðal þolenda kyn­ferðisof­beld­is.

Marg­ir upp­lifa létti

Sjöfn seg­ir að það hvernig nærum­hverfið tek­ur svo við þeim upp­lýs­ing­um sem fólk gef­ur, bæði nán­asta um­hverfi og svo al­mennt, geti líka haft mik­il áhrif á það hvernig fólk upp­lif­ir það að segja frá og því sé mik­il­vægt að veita svig­rúm.

„Þetta eru mál­efni sem í eðli sínu mega aldrei vera leynd­ar­mál, það á að segja frá. En þau eru engu að síður prívat­mál, það er að segja þoland­inn verður að geta stjórnað því hverj­ir fá að vita. Hann verður að finna að hann hafi stjórn á aðstæðum því að eðli kyn­ferðis­brota er að valdið er tekið af þér. Valdið til að ráða því hvað gert er við eig­in lík­ama. Við verðum að passa að sú valdníðsla og það of­beldi sem í því felst haldi ekki áfram með því að taka stjórn­ina af þoland­an­um þegar hann ætl­ar að fara að greina frá.

En um leið og greint er frá t.d. á opn­um sam­skiptamiðlum er stjórn umræðunn­ar úr hönd­um þess sem frá greindi og því mik­il­vægt að huga bæði að mögu­leg­um já­kvæðum sem nei­kvæðum af­leiðing­um þess. Það er meðal ann­ars spurn­ing hversu stór­um hluta viðkom­andi vill deila af þess­ari lífs­reynslu og með hverj­um, því það get­ur haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir þolanda að upp­lifa að hafa opnað hjarta sitt upp á gátt fyr­ir fólki sem hann vildi ekki opna sig fyr­ir t.d. vegna þrýst­ings eða vegna þess að viðkom­andi finnst að hann eða hún eigi eða þurfi að segja allt.“

Sjöfn bend­ir á að sam­tök­in Rót­in hafi gefið út bæk­ling­inn „Ef fjöl­miðlar hafa sam­band“ sem gagn­legt sé að lesa fyr­ir þolend­ur of­beld­is­glæpa áður en t.d. greint er frá á opn­um sam­fé­lags­miðlum eða í viðtöl­um.

„Þá skipta viðtök­ur nærum­hverf­is miklu máli. Ef viðkom­andi er ekki trúað get­ur hann end­urupp­lifað að virði hans sé ekk­ert, það sem kom fyr­ir skipti ekki máli eða sé létt­vægt. Þá get­ur oft skap­ast mik­il tog­streita og aukið álag í nærum­hverfi þegar fólk loks þorir að opna á erfiða reynslu eins og kyn­ferðisof­beldi eða áreitni. Tog­streit­an skap­ast í sum­um til­fell­um þegar greint frá að sá sem áreitti kyn­ferðis­lega eða braut á viðkom­andi er fjöl­skyldumeðlim­ur og fjöl­skyld­ur skipt­ast þá jafn­vel í tvo hópa; þá sem segja að þetta geti ekki hafa gerst og hina sem trúa þoland­an­um.“

Þrátt fyr­ir að það sé afar per­sónu­bundið hvað fólk upp­lif­ir við það að segja frá og frá­sögn­in hafi mis­mun­andi af­leiðing­ar eiga marg­ir það sam­eig­in­legt að upp­lifa mik­inn létti.

„Frá­sögn­in sem slík get­ur verið ákveðin lausn t.d. frá sekt­ar­kennd­inni. Um að maður hefði átt að gera eitt­hvað öðru­vísi, bregðast við á ann­an hátt. En það má ekki rugla sam­an þeim létti að hafa opnað á at­b­urðinn og að hafa fengið úr­vinnslu á at­b­urðinum. Lausn þess sál­ræna vanda sem þolend­ur finna oft fyr­ir felst ekki ein og sér í því að opna á umræðuna, en er hins veg­ar mik­il­væg­asta skrefið í átt að úr­vinnslu og bata, því þögn­in kem­ur í veg fyr­ir að viðkom­andi fái þann stuðning og hjálp sem þörf er.“

Ekki öll­um sem líður bet­ur

Hver eru næstu skref fyr­ir mann­eskju í þeim spor­um sem seg­ir frá og upp­lif­ir ekki þann sál­ar­frið sem hún hélt að hún myndi fá?
„Ef það hef­ur áhrif á dag­legt líf og and­lega líðan myndi ég alltaf mæla með gagn­reyndri sál­fræðimeðferð, svo sem áfallamiðaðri hug­rænni at­ferl­is­meðferð, ÁHAM, sem mælt er með sam­kvæmt klín­ísk­um leiðbein­ing­um sem fyrsta meðferðarúr­ræði við áföll­um. Hafi sál­ræn ein­kenni verið til staðar í þrjá mánuði eða leng­ur eft­ir áfall er mælt með ÁHAM og EMDR (eye mo­vement de­sensitisati­on and reprocess­ing) meðferð. Síðan er nátt­úr­lega líka hægt að leita stuðnings hjá sam­tök­um eins og Stíga­mót­um og Dreka­slóð, en ef vand­inn er viðvar­andi og hef­ur nei­kvæð áhrif á gæði dag­legs lífs er gagn­reynd sál­fræðimeðferð þörf.“

Í umræðunni um sam­fé­lags­miðla og kyn­ferðis­lega áreitni og of­beldi seg­ir Sjöfn tvennt afar brýnt.

„Það er ofsa­lega mik­il­vægt að umræða um þetta sé á sam­fé­lags­miðlun­um, þannig að fólk viti að þetta er ekki í lagi, eitt­hvað sem má ekki og er ekki ásætt­an­legt á neinn hátt. Átakið Met­oo skipt­ir gríðarlega miklu máli og það er vald­efl­andi fyr­ir marga þolend­ur að koma fram og segja: Þetta kom fyr­ir mig.

En það er ekki þar með sagt að öll­um þolend­um muni líða bet­ur við að gera það, það er per­sónu­bundið og taka þarf til­lit til þess. Það eru ekki all­ir til­bún­ir til þess að segja frá ein­hverju og þurfa að vera und­ir það bún­ir að vera kannski á kass­an­um í Bón­us og vera spurðir út í þá lífs­reynslu sem þeir deildu. Þá er það að ger­ast í aðstæðum sem þú hef­ur ekki stjórn á og orðið meira en að sitja við tölv­una þar sem þú ert við stjórn­völ­inn.“

Fjöldi fólks hef­ur leitað til Stíga­móta í kjöl­far átaks­ins #met­oo að því er fram hef­ur komið í frétt­um.

„Fólk er að upp­götva að það hef­ur af­skrifað margt sem eðli­legt sem er það ekki í raun. Fyr­ir nokkr­um árum var einelt­isum­ræðan á svipuðum stað. Þú átt­ir bara að harka af þér, þetta var bara ein­hver stríðni. Í dag vit­um við um al­var­leika lang­tíma­áhrifa einelt­is. Nú er ein­hvern veg­inn búið að gefa fólki frelsi til að tjá sig um kyn­ferðis­lega áreitni og átta sig á að það er ekki eitt með sín­ar upp­lif­an­ir og þarf ekki að sætta sig við slíka hegðun leng­ur með þögn.“


Greinin birtist á mbl.is 12.11.2017