Meðferð persónuupplýsinga

Trúnaður og lög um réttindi skjólstæðinga

Samkvæmt lögum og siðareglum sálfræðinga eru sálfræðingar Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar bundnir trúnaði varðandi þær upplýsingar sem þú veitir. Það þýðir meðal annars að sálfræðingur getur ekki veitt öðrum aðilum upplýsingar um þig nema með skriflegu leyfi þínu. Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði eru:

  1. Þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, ber sálfræðingi að tilkynna það til yfirvalda (til dæmis Barnaverndar).
  2. Þegar grunur leikur á að þú eða annar aðili sé líklegur til að valda þér eða öðrum skaða, en þá ber sálfræðingnum að hafa samband við einhvern tengdan þér, viðkomandi, viðeigandi stofnun eða yfirvöld.

Til Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar leita margir einstaklingar. Við viljum biðla til þín að þú ræðir ekki við aðra um hverja þú hefur séð á biðstofunni.

Upplýsingar um réttindi sjúklinga má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1997074.html