
Námskeið á næstunni
Þessi námskeið og fræðslukvöld verða í boði hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni á vorönn og verður skráning í þau auglýst sérstaklega.
23. mars Lágt sjálfsmat – Hópmeðferð
Upplýsingar: námskeiðið er 9 vikur og kennt er einu sinni í viku, 90 mín í senn. Fjöldi þátttakanda er 10-12 manns. Markmið námskeiðsins er að vinna að bættu sjálfsmati þáttakanda með því að skoða kjarnaviðhorf og lífsreglur og takast á við vítahringi sjálfsgagnrýni.
Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tinna Jóhönnudóttir
1.apríl HAM við Kvíða og streitustjórnun – Hópmeðferð
Upplýsingar: námskeiðið er 6 vikur og kennt er einu sinni viku, 60 mín í senn. Fjöldi þátttakenda er 10-12. Markmið námskeiðsins er að fara yfir helstu einkenni kvíða, hvernig hann viðhelst og hvernig hægt er að ná tökum á honum með gagnlegum aðferðum til streitustjórnunar. Einnig verður tekist á við frestunaráráttu sem er algegnur fylgifiskur kvíða.
Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tómas Hermannsson
14. maí Fræðslukvöld um áföll og áfallastreitu
Umsjón: Sjöfn Evertsdóttir
24. ágúst Áföll í æsku – Hópmeðferð
Upplýsingar: námskeiðið er í 9 vikur og kennt er tvisvar í viku, 90 mín í senn. Fjöldi þátttakanda er 10. Markmið námskeiðsins er að vinna úr andlegum afleiðingum áfalla og erfiðrar lífsreynslu í æsku og draga úr áhrifum þeirra á daglegt líf og auka lífsgæði.
Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tinna Jóhönnudóttir Handleiðsla og yfirumsjón Sjöfn Evertsdóttir