Sara Ósk Kristjánsdóttir
Við kynnum með stolti Söru Ósk Kristjánsdóttur sem nýlega hefur hafið störf hjá okkur. Sara er sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnir meðferð og greiningu á sálfrænum vanda hjá unglingum og fullorðinum. Hún veitir meðferð við ýmsum vanda eins og þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og lágu sjálfsmati og notast við gagnreyndar aðferðir í sinni vinnu með áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM). Hægt er að bóka viðtal hjá Söru með því að senda tölvupóst á mottaka@asm.is eða hringja í síma 517-1718.