Vegna Covid 19 – Vinsamlega lesið

Vegna Covid 19 – Vinsamlega lesið

Vegna Covid 19 – Vinsamlega lesið

Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja viljum við vekja athygli á örfáum atriðum:

Starfsemi okkar mun haldast að mestu óbreytt að svo stöddu en hluti meðferðaraðila okkar býður einnig upp á fjarviðtöl fyrir þá sem þess óska.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og óska eftir slíku viðtali í síma 517-1718 eða með tölvupósti á mottaka@asm.is.

Þeim sem óska eftir fjarviðtali verður sendur hlekkur í tölvupósti sem vísar á fjarfundabúnað Kara Connect. Þar er hægt að skrá sig inn á auðveldan hátt og óska eftir viðkomandi fagaðila hjá okkur.

Fyrir þá sem vilja mæta í viðtöl í húsnæði okkar viljum við taka fram að við förum eftir ráðleggingum Almannavarna varðandi smitvarnir á stofunni. Spritt og handþurrkur eru tiltækar bæði á biðstofu og inn í viðtalsherbergjum og allir yfirborðs- og snertifleti eru sótthreinsaðir daglega, inngangar á stofuna eru hafðir opnir og meðferðaraðilar sjá um að opna og loka sínum viðtals herbergjum. Þá biðjum við fólk að hafa með sér eigin drykkjarföng þar sem ekki verður boðið upp á slíkt að svo stöddu vegna smitvarna.

Að lokum viljum við biðla til allra þeirra sem eiga bókað viðtal í húsnæði okkar á næstunni og finna fyrir flensueinkennum eða hafa verið á áhættusvæðum covid-19 veirunnar að seinka tímanum eða óska eftir fjarviðtali í síma 517-1718 eða með tölvupósti á mottaka@asm.is.