Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun er geðröskun sem getur komið fram hjá fólki eftir að hafa upplifað eða orðið vitni að áfalli eða áföllum. Áfallastreita er í raun sterk streituviðbrögð sem getur komið í kjölfar áfalla á borð við náttúruhamfara, alvarlegra slysa, hryðjuverka, stríðsátaka, nauðgunar eða annars ofbeldis gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Viðbrögð einstaklings við áfalli einkennast af hjálparleysi, ótta og hryllingi og geta valdið mikilli vanlíðan í kjölfarið sem erfitt getur verið að takast á við.

Sem betur fer ná flestir sem að verða fyrir áföllum ná að vinna úr þeim með eðlilegum hætti en í sumum tilfellum nær heilinn ekki að vinna úr áfallinu og þá getur verið að viðkomandi þurfi á  aðstoð fagaðila að halda. Þungi og alvarleiki áfallsins hefur áhrif á hversu vel okkur tekst að vinna úr áfallinu ásamt öðrum þáttum eins og stuðningur fjölskyldu og vina.

Langvarandi álag eða steita eins og heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og einelti geta einnig leitt til áfallastreitu. Í slíkum tilfellum er  vandinn oft mun flóknari og þá getur viðkomandi þurft á langtíma sálfræðimeðferð að halda.

Einkenni áfallastreituröskunar falla í fjóra flokka. Sérstök einkenni geta verið mismunandi í alvarleika.

1. Endurteknar truflandi hugsanir og ósjálfráðar minningar; óþægilegir draumar eða endurupplifanir frá áfalla atburðinum. Endurupplifanirnar geta verið það raunverulegar að fólk telur sig aftur vera að upplifa áfallið og sér það ljóslifandi fyrir sér.

2. Forðun á því sem minnir á áfallið og getur falið í sér að forðast fólk, staði, athafnir, hluti og aðstæður sem vekja upp óþægilegar minningar. Fólk reynir að forðast að muna eða hugsa um áfallið og getur sýnt mikið viðnám gagnvart því að tala um það sem gerðist eða hvernig þeim líður um það.

3. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar sem geta falið í sér breytt viðhorf og trú um sjálfan sig eða aðra (t.d. „Ég er slæm(ur),“ „Engum er treystandi“). Viðvarandi ótta, hrylling, reiði, sektarkennd eða skömm; minni áhuga á athöfnum sem áður voru ánægjulegar; eða að það upplifir sig vera fjarlægt eða úr tenglsum við aðra.

4. Ofurárvekni sem getur falist í því að vera auðveldlega pirraður/pirruð og reiðast auðveldlega. Einstaklingar  geta sýnt af sér kæruleysislega eða óábyrga hegðun. Verða auðveldlega brugðið og eru oft eins og „hengdir upp á þráð“ og geta átt í erfiðleikum með að einbeita sér eða að sofa.

Margir þeir sem að verða fyrir áföllum upplifa einkenni eins og lýst er hér að ofan í nokkra daga eftir að áfallið á sér stað sem er eðlilegt. Til að einstaklingur sé greindur með áfallastreitu þurfa einkennin þó að vera til staðar í a.m.k. einn mánuð.  Í mörgum tilfellum hafa einkennin verið viðvarandi oft mánuðum og stundum árum saman. Sumir einstaklingar fá einkenni aðeins seinna oft innan þriggja mánaða frá áfallinu en einkenni geta einnig komið fram mun síðar. Hjá fólki með áfallastreitu valda einkennin verulegri vanlíðan og yfirleitt vandamála í dagsdaglegu lífi og leiða oft til annara vandamála svo sem þunglyndis, kvíða, áfengis eða vímuefnavanda, minnistruflana og annara líkamlegra og andlegra veikinda

Þunglyndi

Þunglyndi

Þunglyndi er algengt og alvarlegur heilsufarsvandi sem hefur neikvæð áhrif á hugsun, hegðun og líðan okkar. Þunglyndi einkennist af depurð og/eða áhugaleysi á athöfnum sem við áður höfðum gaman af og getur leitt til margvíslegra tilfinninga og líkamlegra vandamála sem að geta dregið úr getu okkar til að takast á við daglegt líf heima og í vinnunni. Margir þættir geta orsakað þunglyndi og geta bæði stafað af erfðum og umhverfisþáttum. Erfið lífsreynsla og áföll eru dæmi um umhverfisþætti sem geta ýtt undir að við þróum með okkur þunglyndi. Má þar t.d. nefna vanrækslu í æsku, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi, einelti og missir ástvina. En sem betur fer er hægt að meðferða þynglyndi og mæla klínískar leiðbeiningar með að hugræn atferlismeðferð (HAM) sé fyrsta val þegar merðferða á þunglyndi og lyfjameðferð sem annað val.

Þunglyndiseinkenni geta verið frá vægum einkennum til alvarlegra einkenna og fela í sér:

 • Depurð eða lækkað geðslag
 • Áhugaleysi eða ánægjumissi á athöfnum sem áður var haft gaman af.
 • Breyting á matarlist – þyngdaraukning eða þyngdartap óháð mataræði.
 • Of lítill eða of mikill svefn.
 • Aukin þreyta eða orkuleysi.
 • Aukið eirðarleysi (eins og að fitla með höndum eða að ganga um gólf) eða hæging á hreyfingum og tali.
 • Að líða einskis virði eða finna fyrir sektarkennd.
 • Erfiðleikar við að hugsa, einbeita sér eða taka ákvarðanir.
 • Hugsanir um dauðann eða sjálfsvíg.

Einkenni þurfa að hafa verið til staðar í a.m.k. tvær vikur til að greinast sem þunglyndi.

Hlekkur á myndband:
https://www.youtube.com/watch?v=z-IR48Mb3W0

Kvíði

Kvíði

Það er eðlilegur partur af  lífi okkar að upplifa kvíða. Kvíði er drifkraftur sem getur nýst okkur til góða og hjálpar okkur að sinna þeim verkum sem við þurfum að vinna af hendi. Hins vegar getur kvíði orðið það mikill að hann verður yfirþyrmandi, viðvarandi og oft óviðráðanlegur að virðist. Ef kvíðinn er orðin óhóflega mikill getur myndast órökréttur ótti gagnvart dagsdaglegum aðstæður sem getur dregið úr framtakssemi okkar og lífsgæðum. Þegar að kvíðinn er komin á það stig að hann er farin að trufla dagsdaglegar athafnir er líklegt að um kvíðaröskun sé að ræða.

Kvíðaraskanir eru alvarlegur heilsufarsvandi og einar algengastu og útbreiddustu geðraskananir í heiminum í dag. Undir kvíðaraskanir falla:

 • Almenn kvíðaröskun
 • Felmtursröskun og ofsakvíðaköst
 • Víðáttufælni
 • Félagsfælni
 • Aðskilnaðarkvíði
 • Sértæk fælni.
 • Heilsukvíði
 • Námskvíði og frammistöðukvíði

Einkenni kvíða eru fyrst og fremst líkamleg en einnig hugræn og eru eðlileg viðbrögð þegar að við skynjum hættuástand. Einkennin eru:

 • Ör eða þungur hjartsláttur
 • Oföndun
 • Breyting á einbeitingu
 • Sjóntruflanir
 • Köfnunartilfinning
 • Svimi
 • Hita eða kuldaköst
 • Sviti
 • Skjálfti
 • Doði í andliti og litlu útlimunum
 • Meltingartruflanir eins og niðurgangur, ógleði og munnþurrkur
 • Óraunveruleika tilfinning
 • Ótti við að deyja eða missa vitið

Samkvæmt Embætti Landlæknis er hugræn atferlismeðferð (HAM) fyrsta val þegar meðferða á kvíða. HAM meðferð hefur sýnt fram á góðan árangur og yfirleitt finnur fólk fljótt mun á sér þegar að það byrjar að vinna á kvíðanum.

Félagskvíði

Félagskvíði

Félagskvíði, einnig kallað félagsfælni, einkennist af áköfum kvíða eða ótti við að vera dæmdur á neikvæðan hátt eða hafnað í félagslegum aðstæðum. Fólk með félagskvíða hefur oft miklar áhyggjur af því að kvíði þeirra sé sýnilegur öðrum (t.d. roðna fyrir framan aðra, stama eða mismæla sig) eða vera álitið heimskt, vandræðalegt eða leiðinlegt. Fyrir vikið forðast þau oft félagslegar aðstæður og þegar ekki er hægt að forðast aðstæðurnar upplifa þeir verulegan kvíða og vanlíðan. Margir með félagskvíða upplifa einnig sterk líkamleg einkenni, svo sem hraðan hjartslátt, ógleði og aukin svita og geta upplifað ofsakvíðaköst þegar þau fara í félagslegar aðstæður. En þrátt fyrir að það geri sér grein fyrir og viðurkenni að ótti þeirra er óhóflegur og óeðlilegur, líður því oft vanmáttugt gagnvart kvíðanum sínum.

Félagskvíði hefur áhrif á mikin fjölda fólks og er ein algegnasta kvíðaröskun sem fólk glímir við. Félagskvíði byrjar yfirleitt á unglingsárunum en getur komið fram á hvaða aldri sem er. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi röskun er ekki einfaldlega bara feimni og getur haft verulega hamlandi áhrif á líf þeirra sem eru með hana. Til dæmis geta einstaklingar hafnað náms- eða atvinnutækifærum vegna þess að þau krefjast tíðra samskipta við fólk eða forðist að fara út að borða með vinum vegna ótta við að koma illa fyrir þegar þeir borða eða drekka. Þetta getur haft veruleg áhrif á líðan einstaklings og truflað daglegar venjur, starfsárangur og félagslíf sem gerir það að verkum að erfitt getur verið að ljúka skóla, mæta í atvinnuviðtal og fá vinnu og að stofna til vináttu- og ástarsambanda. Fólk með félagskvíða er einnig í aukinni hættu á að fá þunglyndi og eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða.

Þrátt fyrir að mikið framboð er á árangursríkri meðferð við félagskvíða leita færri en 5% fólks sér aðstoðar og oft er það ekki að leita sér hjálpar fyrr en tíu árum eftir að kvíðinn byrjaði. Lang flestir sem að fara í sálfræðimeðferð við félagskvíða ná góðun árangri á kvíðanum.

Námskeið á næstunni

Námskeið á næstunni

Þessi námskeið og fræðslukvöld verða í boði hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni á vorönn og verður skráning í þau auglýst sérstaklega.

23. mars Lágt sjálfsmatHópmeðferð

Upplýsingar: námskeiðið er 9 vikur og kennt er einu sinni í viku, 90 mín í senn. Fjöldi þátttakanda er 10-12 manns.  Markmið  námskeiðsins er að vinna að bættu sjálfsmati þáttakanda með því að skoða kjarnaviðhorf og lífsreglur og takast á við vítahringi sjálfsgagnrýni.

  Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tinna Jóhönnudóttir

1.apríl  HAM við Kvíða og streitustjórnunHópmeðferð

Upplýsingar: námskeiðið er 6 vikur og kennt er einu sinni viku, 60 mín í senn. Fjöldi þátttakenda er 10-12. Markmið námskeiðsins er að   fara yfir helstu einkenni kvíða, hvernig hann viðhelst og hvernig hægt er að ná tökum á honum með gagnlegum aðferðum til   streitustjórnunar. Einnig verður tekist á við frestunaráráttu sem er algegnur fylgifiskur kvíða.

  Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tómas Hermannsson

14. maí Fræðslukvöld um áföll og áfallastreitu

  Umsjón: Sjöfn Evertsdóttir

24. ágúst Áföll í æskuHópmeðferð

Upplýsingar: námskeiðið er í 9 vikur og kennt er tvisvar í viku, 90   mín í senn. Fjöldi þátttakanda er 10. Markmið námskeiðsins er að   vinna úr andlegum afleiðingum áfalla og erfiðrar lífsreynslu í æsku   og draga úr áhrifum þeirra á daglegt líf og auka lífsgæði.

  Umsjón: Lilja Dís Ragnarsdóttir og Tinna Jóhönnudóttir   Handleiðsla og yfirumsjón Sjöfn Evertsdóttir