Af­ger­andi áhrif á þroska og vel­ferð

Af­ger­andi áhrif á þroska og vel­ferð

Gunnlaug Thorlacius, formaður Geðverndarfélags Íslands, og Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri félagsins.
Gunn­laug Thorlacius, formaður Geðvernd­ar­fé­lags Íslands, og Kjart­an Val­g­arðsson, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Umönn­un barna fyrstu árin, allt frá getnaði, hef­ur áhrif á allt þeirra líf og gagn­reynd­ar rann­sókn­ir sýna að tím­inn frá getnaði til tveggja ára ald­urs er af­ger­andi fyr­ir þroska og vel­ferð barna. Megin­áhersla Geðvernd­ar­fé­lags Íslands er á til­finn­inga- og geðheil­brigði ungra barna en fé­lagið verður 70 ára á morg­un.

Kjart­an Val­g­arðsson, fram­kvæmda­stjóri Geðvernd­ar­fé­lags Íslands, seg­ir að fé­lagið hafi verið stofnað við gjör­ólík­ar aðstæður þeim sem nú eru og um frum­kvöðla­starf­semi hafi verið að ræða. Ekk­ert viðlíka starf eða hugs­un var í gangi á þess­um tíma.

Geðvernd­ar­fé­lag Íslands var stofnað 17. janú­ar 1950. Fé­lagið var stofnað sam­kvæmt til­lögu sem kom fram á 40 ára af­mæli Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur í nóv­em­ber 1949.

Á stofn­fundi Geðvernd­ar­fé­lags­ins flutti dr. Helgi Tóm­as­son, fyrsti formaður þess, er­indi um geðvernd sem birt­ist í Les­bók Morg­un­blaðsins 1950. Þar sagði hann m.a.: „Auðvitað get­ur menn greint á á þess­um sviðum heil­brigðis­fræði eins og öðrum sviðum henn­ar, en um vissa hluti geta flest­ir sam­ein­ast, vissa hluti, sem all­flest­um finn­ast æski­leg­ir, þó þá greini á um leiðir og þær séu oft tor­sótt­ar. Það t.d. hef­ur ekki verið átaka­laust að berj­ast við sóðaskap­inn, bæði utan húss og inn­an og mikið vant­ar enn á, að á hon­um hafi verið sigrazt eða menn komið sér sam­an um, hvernig það verði bezt gert. Samt sem áður dett­ur eng­um í hug annað en að halda bar­átt­unni sleitu­laust áfram og fórna til þess stór­fé.

En um and­leg­an sóðaskap hafa menn varla þorað að ræða ennþá, hvað þá held­ur að láta sér detta í hug þann mögu­leika að hefja bar­áttu gegn hon­um. Það á því langt í land að “mental hygiene” eða geðvernd taki sér slíkt viðfangs­efni.

Aft­ur á móti hef­ur mönn­um smám sam­an verið að lær­ast hvað má bjóða fólki á ýms­um aldri, hvernig má best hag­nýta and­ans krafta, hvers um sig. Mönn­um hef­ur smám sam­an verið að lær­ast, að hug­ar­ástand manns mót­ar viðhorf hans til lífs­ins, ræður úr­slit­um um, hvort maður­inn sé ham­ingju­sam­ur eða óham­ingju­sam­ur. Í bar­átt­unni gegn geðsjúk­dóm­um, stór­um og smá­um, er mönn­um orðið æ ljós­ara að auk­inn skiln­ing­ur al­menn­ings, aðstand­enda og sjúk­lings­ins sjálfs á eðli sjúk­leik­ans er meg­in atriði til þess að fá bata og einnig oft til að fyr­ir­byggja að verða veik­ur … Heil­brigði er nú á dög­um skil­greind sem and­leg, lík­am­leg og fé­lags­leg vellíðan. Lang­sam­lega meg­in­hluti lækn­is­starf­sem­inn­ar hef­ur miðazt við að styðja og efla svo­nefnda lík­am­lega vellíðan mann­anna. Upp á síðkastið hef­ur og fé­lags­legu hliðinni verið æ meiri gaum­ur gef­inn. En til hvers væri að veita mönn­um lík­am­lega og fé­lags­lega vellíðan ef þeir ekki gætu not­fært sér hana vegna and­legra ágalla.

Geðheil­brigði skipt­ir því meg­in­máli fyr­ir alla menn.

Brýn­ustu verk­efni geðvernd­ar­fé­laga er að vinna að for­vörn­um og aukn­um skiln­ingi á geðrösk­un­um ásamt bættri meðferð og aðbúð hinna geðsjúku, sem bygg­ir á auk­inni þekk­ingu sem aflað er með rann­sókn­um og að vinna gegn for­dóm­um sem geðsjúk­ir verða oft fyr­ir. Hluti af þess­um verk­efn­um er að rjúfa ein­angr­un geðsjúkra og gæta þess að þeir njóti jafn­rétt­is á við aðra borg­ara,“ seg­ir í grein Helga Tóm­as­son­ar í Les­bók Morg­un­blaðsins.

Rekst­ur­inn barn síns tíma

Að sögn Gunnlaugar Thorlacius, formanns Geðverndarfélags Íslands, voru vernduðu heimilin …
Að sögn Gunn­laug­ar Thorlacius, for­manns Geðvernd­ar­fé­lags Íslands, voru vernduðu heim­il­in rek­in í sam­starfi við Land­spít­al­ann. mbl.is/​​Hari

Kjart­an seg­ir að eðli máls­ins sam­kvæmt hafi áhersl­an hjá fé­lag­inu fyrstu árin og ára­tug­ina verið á end­ur­hæf­ingu. „Að koma geðsjúk­um af göt­unni og í skjól. Það skýr­ir áherslu fé­lags­ins og aðkomu að upp­bygg­ingu á Reykjalundi, vernduð heim­ili sem Geðvernd­ar­fé­lagið rak, og áfanga­heim­ili,“ seg­ir hann en fé­lagið kom að upp­bygg­ingu að Reykjalundi í sam­starfi við Sam­band ís­lenskra berkla­sjúk­linga (SÍBS).

Þegar nýju lífi var hleypt í Geðvernd­ar­fé­lagið fyr­ir tíu árum síðan rak fé­lagið tvö vernduð heim­ili, annað í Breiðholti og hitt í Ásholti. Íbú­arn­ir voru þrír á hvor­um stað, þrír karl­ar og þrjár kon­ur.

Fé­lagið hafði áður rekið fleiri slík heim­ili en þessi tvö voru þau sem enn voru eft­ir í rekstri á veg­um þess, seg­ir Kjart­an. „Á þess­um tíma varð okk­ur ljóst að þessi rekst­ur væri barns síns tíma þar sem lagaum­hverfið hafði gjör­breyst og hlut­verk rík­is og sveit­ar­fé­laga orðið allt annað en það var þegar fé­lagið var stofnað. Rök­rétt niðurstaða var að fara út úr þess­um rekstri og Reykja­vík­ur­borg tók við rekstri vernduðu heim­il­anna og þau færð til nú­tím­ans,“ seg­ir hann.

Að sögn Gunn­laug­ar Thorlacius, for­manns Geðvernd­ar­fé­lags Íslands, voru vernduðu heim­il­in rek­in í sam­starfi við Land­spít­al­ann og áfanga­heim­ilið í Álfalandi en þar bjuggu átta skjól­stæðing­ar. Áfanga­heim­ilið var ætlað fólki eft­ir út­skrift á geðdeild og þar gat það dvalið í eitt ár og fengið þjálf­un hjá starfs­fólki við að fóta sig í dag­legu lífi. „Þetta var millistig frá því að vera á sjúkra­húsi í að vera þátt­tak­andi í dag­legu lífi,“ seg­ir Gunn­laug.

Áður en við lokuðum áfanga­heim­il­inu gerðum við samn­ing við Land­spít­al­ann um alla fag­lega þjón­ustu en heim­ilið var rekið af okk­ur. Fyr­ir fjór­um árum var síðan tek­in ákvörðun um að það væri ekki leng­ur hlut­verk fé­lags­ins að reka slíkt heim­ili og því lokað, seg­ir Kjart­an.

„Í beinu fram­haldi og í sam­ræmi við upp­haf­lega hug­mynda­fræði og menn­ingu í fé­lag­inu gekk það á und­an öðrum með því að opna þessi heim­ili. Eng­inn ann­ar aðili sinnti þessu á þeim tíma,“ seg­ir Kjart­an en fyr­ir nokkr­um árum komst stjórn fé­lags­ins, sem er að mestu skipuð fag­fólki á þessu sviði, að þeirri niður­stöðu að tíma­bært væri að orka fé­lags­ins myndi bein­ast í aðrar átt­ir og í sam­ræmi við hefðir fé­lags­ins ein­beit­ir fé­lagið sér nú að til­finn­inga- og geðheil­brigði ungra barna sem það tel­ur að sé ekki nógu vel sinnt.

Get­ur sparað sjö millj­arða á ári

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/​Hall­dór Kol­beins

Reiknað hef­ur verið út að sam­fé­lagið get­ur sparað sér sjö millj­arða ár­lega með því að halda vel utan um mæður á meðgöngu og börn þeirra fyrstu tvö árin. Með því að halda vel utan um mæður á meðgöngu og veita þeim sem þess þurfa aukna þjón­ustu í barneign­ar­ferli má spara sam­fé­lag­inu um­tals­verða fjár­muni til lengri tíma. Sí­fellt eru að koma fram niður­stöður rann­sókna sem sýna hve mik­il­væg­ur þessi tími er í þroska og þróun fóst­urs í móðurkviði og barns­ins fyrstu tvö árin, að því er fram kem­ur á vef Geðvernd­ar­fé­lags­ins en í grein sem Sæ­unn Kjart­ans­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sál­grein­ir, ritaði fyr­ir nokkr­um árum seg­ir:

„Af þess­ari upp­hæð eru 72% kostnaðar­ins vegna barns­ins og fell­ur hann til í heil­brigðis-, fé­lags- og mennta­kerf­inu. Sem dæmi má nefna hegðun­ar­vanda barna og ung­linga, kvíða og átrask­an­ir, námserfiðleika, áfeng­is- og vímu­efna­notk­un, geðrask­an­ir, lík­am­lega sjúk­dóma og af­brot,“ seg­ir í grein Sæ­unn­ar.

Grunn­ur­inn að allri vel­ferð barns­ins

Á aðal­fundi Geðvernd­ar­fé­lags­ins fyr­ir rúmu ári var samþykkt stefna fé­lags­ins til tíu ára. Þar seg­ir meðal ann­ars að gagn­reynd­ar rann­sókn­ir sýni að tím­inn frá getnaði til tveggja ára ald­urs er af­ger­andi fyr­ir þroska og vel­ferð barna.

Nær­andi og næm umönn­un ung­barna er grund­vall­ar­atriði sem legg­ur grunn­inn að góðri sjálfs­mynd, and­legri og lík­am­legri heilsu og fé­lags­legri vel­ferð á full­orðins­ár­um. Að leggja góðan grunn í upp­hafi ævi­skeiðs í lífi barna eyk­ur lík­ur á far­sæld á full­orðins­ár­um sem stuðlar að hag­sæld fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Rann­sókn­ir sýna að snemm­tæk­ur stuðning­ur og sál­fé­lags­leg inn­grip við fjöl­skyld­ur ung­barna kosta lítið miðað við sam­fé­lags­leg­an kostnað ef ekk­ert er að gert — niðurstaðan er sparnaður fyr­ir sam­fé­lagið.

London School of Economics (LSE) gaf út skýrslu árið 2014 sem sýndi að fyr­ir hverja krónu sem eytt er í þenn­an mála­flokk mætti spara 30. Miðað við ís­lensk­an raun­veru­leika og ár­lega fæðing­artíðni mætti spara 7 millj­arða ís­lenskra króna fyr­ir hvern ár­gang með því að sinna for­eldr­um á meðgöngu og börn­um þeirra fyrstu tvö árin á full­nægj­andi hátt. Það, hvernig við önn­umst börn frá fæðingu til tveggja ára ald­urs, ræður framtíð þeirra sem hef­ur í kjöl­farið áhrif á framtíð sam­fé­lags okk­ar.

Fé­lag fag­fólks í 70 ár

Dr. Hazel Douglas og Kjartan Valgarðsson undirrituðu samning Solihull Approach …
Dr. Hazel Douglas og Kjart­an Val­g­arðsson und­ir­rituðu samn­ing Soli­hull App­roach og Geðvernd­ar­fé­lags Íslands um sam­starf á Íslandi. Ljós­mynd aðsend

Að sögn Gunn­laug­ar er Geðvernd­ar­fé­lagið ekki í klín­ískri starf­semi og hef­ur aldrei verið nema þá kannski í gegn­um þessi vernduðu heim­ili sem voru rek­in af fé­lag­inu hér áður. Fé­lagið hef­ur alltaf verið fé­lag fag­fólks og stjórn­in alltaf skipuð fag­fólki. „Við erum mest í stefnu­mót­un og að reyna að koma á fram­færi breyttri hugs­un í mál­efn­um sem snerta geðfatlaðra. Þegar þörf­in var sem mest í að tengja fólk og draga úr for­dóm­um í garð geðfatlaðra þá vor­um við þar – að gera það sýni­legra, en hug­mynda­fræði okk­ar núna snýr að því að fara í mjög snemm­bær­ar for­varn­ir. Það er á fræðileg­um grunni, búum til fræðslu­efni, skrif­um grein­ar, gef­um út tíma­rit og setj­um fram skoðanir á frum­vörp­um og fleira. Þetta er ekki al­farið stefna fé­lags­ins en þetta er stefna okk­ar í for­vörn­um og þar er meg­inþungi starf­sem­inn­ar,“ seg­ir Gunn­laug.

Eins og áður sagði verður Geðvernd­ar­fé­lag Íslands 70 ára á morg­un og verður haldið upp á af­mælið með hátíðar­fundi fimmtu­dags­kvöldið 23. janú­ar í sal Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. Sér­stak­ir heiðurs­gest­ir verða El­iza Reid for­setafrú og dr. Hazel Gouglas, stofn­andi og stjórn­andi Soli­hull App­roach, sem til­heyr­ir breska heil­brigðis­kerf­inu (NHS) í Bir­ming­ham á Englandi.

Dr. Hazel Douglas hóf starfs­fer­ill sinn sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og vann með full­orðna. Hún fékk snemma áhuga á snemm­tækri íhlut­un og fyr­ir­byggj­andi heilsu­gæslu. Hún lagði í fram­hald­inu stund á nám í viðtalsmeðferð með börn­um og hóf að starfa að til­finn­inga- og geðheil­brigði barna. Hún hafði for­ystu um að þróa Soli­hull-aðferðina (The Soli­hull App­roach) þar sem mark­miðið er að samþætta þekk­ingu á til­finn­inga­legu heil­brigði og vellíðan við fræðslu og þjálf­un heil­brigðis­starfs­fólks ásamt upp­lýs­ing­um fyr­ir for­eldra. Hún tal­ar fyr­ir aðgengi fyr­ir alla að nám­skeiðum og fræðslu fyr­ir mæður á meðgöngu og nýbakaða for­eldra.

Geðvernd­ar­fé­lagið gerði á síðasta ári samn­ing við Soli­hull App­roach og er full­trúi þess á Íslandi. Með hon­um er fé­lagið „Soli­hull App­roach Licenced Center“ sem þýðir að fé­lagið mun kynna þá þekk­ingu og reynslu sem SA hef­ur þróað á und­an­förn­um ára­tug­um inn­an breska heil­brigðis­kerf­is­ins með því að bjóða upp á nám­skeið sem Soli­hull hef­ur þróað og boðið upp á í Stóra-Bretlandi og víðar.

Um 200 börn í hverj­um ár­gangi þurfa auk­inn stuðning

Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt að fjölskyldumiðuð lengri …
Rann­sókn­ir bæði hér­lend­is og er­lend­is hafa sýnt að fjöl­skyldumiðuð lengri viðtöl starfs­manna í mæðraeft­ir­liti og ung­barna­vernd hjálpa meiri­hluta for­eldra með van­líðan svo sem kvíða eða streitu í for­eldra­hlut­verki að leysa úr sín­um vanda. AFP

Anna Guðríður Gunn­ars­dótt­ir MSc., hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sér­fræðing­ur í heilsu­gæslu­hjúkr­un, er ein þeirra sem flytja er­indi á fund­in­um en hún hef­ur notað Soli­hull-aðferðina í starfi sínu. Kjart­an seg­ir að hún leggi áherslu á fyrsta viðtal við verðandi mæður í eft­ir­liti á meðgöngu. Í stað þess að ræða við þær í 20 mín­út­ur þar sem drepið er á fjölda­mörg­um atriðum er lagður spurn­ingalisti fyr­ir verðandi mæður og rætt leng­ur við sum­ar, allt að einni klukku­stund. 20 mín­út­ur eru hvergi nærri nóg­ur tími fyr­ir ljós­móður eða hjúkr­un­ar­fræðing til að átta sig á því hvort kon­an þurfi auk­inn stuðning á meðgöngu, stuðning sem get­ur haft mik­il áhrif á allt líf viðkom­andi.

Miðað við töl­ur frá WHO þurfa um 5% kvenna veru­legt inn­grip á meðgöngu, það er þurfa á þriðja stigs þjón­ustu að halda, seg­ir Gunn­laug og miðað við meðaltal barna í ár­gangi eru það um 200 börn á ári á Íslandi.

„Þess­ar fjöl­skyld­ur þurfa á veru­legri aðstoð að halda. Meðal ann­ars vegna al­var­legs vímu­efna­vanda, virkra al­var­legra geðsjúk­dóma og al­var­legs fé­lags­legs vanda. Síðan má bæta við 20-30% sem þurfa á aðstoð að halda.

Rann­sókn­ir bæði hér­lend­is og er­lend­is hafa sýnt að fjöl­skyldumiðuð lengri viðtöl starfs­manna í mæðraeft­ir­liti og ung­barna­vernd hjálpa meiri­hluta for­eldra með van­líðan svo sem kvíða eða streitu í for­eldra­hlut­verki að leysa úr sín­um vanda.

Þetta er gríðarlega ódýr leið miðað við for­varna­gildið og áhrif­in á viðkom­andi börn síðar. Ef gripið er inn strax er hægt að koma í veg fyr­ir mik­inn vanda síðar. Hef­ur mik­il áhrif fyr­ir fjöl­skyld­ur í land­inu sál­rænt séð og bein­an kostnað sem fell­ur á heil­brigðis­kerfið, mennta­kerfið og fé­lags­lega kerfið, seg­ir Gunn­laug.

Gunn­laug og Kjart­an segja að erfiðlega hafi gengið að ná þess­um þrem­ur ráðuneyt­um sam­an þegar kem­ur að þessu for­varn­a­starfi þar sem kostnaður­inn fell­ur á hin ráðuneyt­in og öf­ugt. Hér megi margt bet­ur fara en þau binda von­ir við að breyt­ing sé að verða á þessu enda hafi þau sem gegna stöðu ráðherra í þess­um þrem­ur ráðuneyt­um nú sýnt áhuga og vilja til að bæta stöðu yngstu barn­anna. Enda eigi kerfið að laga sig að ein­stak­ling­un­um, ekki öf­ugt.

Meðal ann­ars er verið er að þýða bók Soli­hull App­roach: The First Five Ye­ars sem er hluti af fræðslu­efni fé­lags­ins og unnið sé að því að ná samn­ingi við sveit­ar­fé­lög um að halda nám­skeið fyr­ir alla þá sem koma að starfi með börn­um í viðkom­andi sveit­ar­fé­lög­um. Fræðsla sem tryggi betra ut­an­um­hald um for­eldra og börn af hálfu starfs­manna sveit­ar­fé­laga sem vinna með börn­um, svo sem ljós­mæður, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, kenn­ar­ar, lög­regla, íþrótta­fé­lög, slökkvilið og fleiri.

Kjart­an seg­ir að hjá Soli­hull sé að finna sam­an­tekna reynslu af því að halda vel utan um mæður, ný­fædd börn og fjöl­skyld­ur al­mennt. „Þetta miðar allt að því að vernda börn fyr­ir áföll­um þannig að það séu meiri lík­ur á þau lifi far­sælu lífi og lendi ekki í kerf­inu með til­heyr­andi kostnaði. Hug­takið „það þarf þorp til að ala upp barn“ fang­ar vel þessa hugs­un. Að stilla sam­an hug­mynda­fræði fólks í garð barna og all­ir nálg­ist þau á sama hátt,“ seg­ir Kjart­an.

Bæði stærsta og um leið flókn­asta starfið

Sífellt eru að koma fram niðurstöður rannsókna sem sýna hve …
Sí­fellt eru að koma fram niður­stöður rann­sókna sem sýna hve mik­il­væg­ur þessi tími er í þroska og þróun fóst­urs í móðurkviði og barns­ins fyrstu tvö árin. AFP

Gunn­laug seg­ir að þessi nálg­un sé eins og stóll á þrem­ur fót­um: Þríþátta­mód­el gagn­kvæmni í sam­skipt­um, til­finn­inga­legt ut­an­um­hald (contain­ment) og at­ferl­is­mót­andi nálg­un.

„Soli­hull hef­ur sýnt fram á að ef þú veit­ir þetta til­finn­inga­lega ut­an­um­hald, ert gagn­kvæm­ur í sam­skipt­um – sérð og heyr­ir hvað viðkom­andi seg­ir – þá þarf ekki að fara mikið í at­ferl­is­mót­andi aðgerðir. Við þekkj­um það úr okk­ar kerfi að það er alltaf verið að at­ferl­is­móta. Allt frá fæðingu barns er verið að mæla hitt og þetta, svo sem hæð, þyngd, svefn og nær­ingu og kannski ekki mikið hlustað á hvernig for­eldr­um líður og hvernig sam­skipti þeirra eru við barnið,“ seg­ir Gunn­laug og bæt­ir við að rann­sókn­ir hafi sýnt það með af­ger­andi hætti að þessi nálg­un skili veru­leg­um ár­angri.

„For­eldra­starfið er ekki bara stærsta starfið sem þú tek­ur þér fyr­ir hend­ur held­ur einnig flókn­asta starfið og lítið fyr­ir­sjá­an­legt. Ef for­eldri er ekki í góðu jafn­vægi er flókið að eign­ast lítið barn. Þarft ekki að vera í sér­stak­lega miklu ójafn­vægi til þess að þetta geti reynst erfitt. Fólk með kvíðarask­an­ir þarf að geta séð hlut­ina nokkuð fyr­ir sér og svefn­leysi og annað get­ur haft mik­il áhrif á líðan þeirra. Hvað þá ef þú átt erfitt með að hafa stjórn á eig­in hvöt­um og lífi. Að búa við slík­ar aðstæður fyr­ir ungt barn sem hef­ur eng­an mögu­leika á að koma sér út úr þess­um aðstæðum er frek­ar vont. Þannig að við vilj­um styðja við þenn­an hóp for­eldra og barna,“ seg­ir Gunn­laug.

Þau segja að Geðvernd­ar­fé­lagið líti á það sem hlut­verk sitt að auka meðvit­und í sam­fé­lag­inu um að þessi mál skipti máli. Þess vegna ætl­um við einnig að beita okk­ur gagn­vart al­menn­ingi og frum­sýn­um mynd­band í tengsl­um við það á fund­in­um 23. janú­ar. Við vilj­um auka skiln­ing á því meðal al­menn­ings að þetta skipti máli og eins að hafa áhrif á stjórn­mála­menn sem taka ákv­arðanir hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, segja þau og bæta við að þau hafi mikla trú á þverfag­legri vinnu með börn og taka fram að það sé ekki stjórn fé­lags­ins sem sé að halda slík nám­skeið held­ur sé fé­lagið bak­hjarl fyr­ir sveit­ar­fé­lög og aðra sem hafa áhuga á slík­um nám­skeiðum meðal ann­ars með því að út­vega sér­fræðinga sem geti haldið slík nám­skeið.

Styðja þarf bæði börn og ungmenni sem eiga foreldra með …
Styðja þarf bæði börn og ung­menni sem eiga for­eldra með geðsjúk­dóma. AFP

Úr stefnu Geðvernd­ar­fé­lags Íslands um geðheil­brigði á Íslandi

Það, hvernig við önn­umst börn frá fæðingu til tveggja ára ald­urs, ræður framtíð þeirra sem hef­ur í kjöl­farið áhrif á framtíð sam­fé­lags okk­ar.

Ástrík, ör­ugg og traust sam­skipti barns og for­eldra ásamt lær­dóms­hvetj­andi fjöl­skyldu og heim­ili, bygg­ir upp:

 • til­finn­inga­lega vellíðan (stund­um kallað geðheil­brigði barns);
 • hæfni til að móta og viðhalda já­kvæðum sam­skipt­um við aðra;
 • heil­ann og heil­brigða heil­a­starf­semi (um 80% af vexti heil­ans á sér stað fyr­ir þriggja ára ald­ur)
 • móður­máls­færni og hæfi­leik­ann til að læra, „mjúku” eig­in­leik­arn­ir til að tengj­ast öðrum, þríf­ast vel og í fram­hald­inu fara að læra „hörð” sann­indi sem varða leið að námi síðar meir. Að öllu þessu er grunn­ur­inn lagður á fyrstu mánuðum í lífi hvers barns.

Lít­ill stuðning­ur, sér­stak­lega þegar barni er ekki forðað frá of­beldi eða van­rækslu, get­ur haft var­an­leg áhrif á líf þess. Rann­sókn­ir hafa einnig sýnt að því bet­ur sem haldið er utan um fjöl­skyld­ur og börn sem aðstand­end­ur geðsjúkra, t.a.m. með sam­tali þar sem öll fjöl­skyld­an kem­ur sam­an, því bet­ur líður allri fjöl­skyld­unni og lík­ur minnka á að veik­indi flytj­ist áfram til næstu kyn­slóðar.

Mik­il­vægt er að fjöl­skyld­an ein­angrist ekki og reyni að fela hinn veika fyr­ir um­heim­in­um. Sýnt hef­ur verið fram á að áföll af ýms­um toga geta haft margþætt áhrif á lífs­skil­yrði og lífs­gæði. Það hef­ur komið í ljós á síðustu ára­tug­um að börn geta upp­lifað áföll (relati­onal trauma) vegna álags og veik­inda inn­an fjöl­skyld­unn­ar. Þessi áföll eru ekki alltaf sýni­leg öðrum þar sem þau eiga sér stað inn­an veggja heim­il­is og hafa þess vegna verið kölluð „hinn þögli far­ald­ur“. Komið hef­ur í ljós að af­leiðing­ar slíkra áfalla geta verið lang­vinn og haft í för með sér „bresti“ í bæði and­legri og lík­am­legri heilsu.

Al­var­leg áföll í bernsku, þegar heil­inn er enn í mót­un, hafa al­mennt meiri áhrif en þau sem við verðum fyr­ir síðar á lífs­leiðinni og því er mikið fengið með því að forða börn­um frá því að lenda í erfiðum aðstæðum og minnka skaðann með snemm­tæk­um stuðningi og inn­grip­um.

Geðvernd­ar­fé­lag Íslands tel­ur að til þess að bæta aðstæður barna í ís­lensku þjóðfé­lagi fyrstu árin þurfi að:

 • stytta vinnu­vik­una til að for­eldr­ar fái meiri tíma með börn­um sín­um,
 • lengja fæðing­ar­or­lof í 18 mánuði, eða brúa bilið með heim­greiðslum til for­eldra sem það kjósa,
 • styrkja fagþekk­ingu starfs­fólks leik­skóla og ráða fleiri leik­skóla­kenn­ara í stað ófag­menntaðs starfs­fólks,
 • auka skiln­ing og þekk­ingu stjórn­mála­manna á mik­il­vægi fyrstu ár­anna í lífi hvers barns,
 • stofna Fjöl­skyldu­hús í sam­starfi heilsu­gæslu, sveit­ar­fé­lags og vel­ferðarsam­taka þar sem fjöl­skyld­ur og börn geta hist og átt sam­skipti til að auka tengsl og haft aðgang að fag­fólki þegar á þarf að halda

Geðvernd­ar­fé­lagið tel­ur einnig að mynda eigi stuðnings­hópa fyr­ir börn og ung­linga sem eiga geðveika for­eldra sem heilsu­gæsl­an/​Fjöl­skyldu­hús haldi utan um.

Geðvernd­ar­fé­lagið tel­ur brýnt að ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir verði fram­kvæmd­ar á  aðstæðum barna á Íslandi í sam­vinnu við há­skóla lands­ins, að því er fram kem­ur í stefnu fé­lags­ins.


Greinin birtist á mbl.is 16.01.2020

Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun

Áfallastreituröskun er geðröskun sem getur komið fram hjá fólki eftir að hafa upplifað eða orðið vitni að áfalli eða áföllum. Áfallastreita er í raun sterk streituviðbrögð sem getur komið í kjölfar áfalla á borð við náttúruhamfara, alvarlegra slysa, hryðjuverka, stríðsátaka, nauðgunar eða annars ofbeldis gagnvart sjálfum sér eða öðrum. Viðbrögð einstaklings við áfalli einkennast af hjálparleysi, ótta og hryllingi og geta valdið mikilli vanlíðan í kjölfarið sem erfitt getur verið að takast á við.

Sem betur fer ná flestir sem að verða fyrir áföllum ná að vinna úr þeim með eðlilegum hætti en í sumum tilfellum nær heilinn ekki að vinna úr áfallinu og þá getur verið að viðkomandi þurfi á  aðstoð fagaðila að halda. Þungi og alvarleiki áfallsins hefur áhrif á hversu vel okkur tekst að vinna úr áfallinu ásamt öðrum þáttum eins og stuðningur fjölskyldu og vina.

Langvarandi álag eða steita eins og heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og einelti geta einnig leitt til áfallastreitu. Í slíkum tilfellum er  vandinn oft mun flóknari og þá getur viðkomandi þurft á langtíma sálfræðimeðferð að halda.

Einkenni áfallastreituröskunar falla í fjóra flokka. Sérstök einkenni geta verið mismunandi í alvarleika.

1. Endurteknar truflandi hugsanir og ósjálfráðar minningar; óþægilegir draumar eða endurupplifanir frá áfalla atburðinum. Endurupplifanirnar geta verið það raunverulegar að fólk telur sig aftur vera að upplifa áfallið og sér það ljóslifandi fyrir sér.

2. Forðun á því sem minnir á áfallið og getur falið í sér að forðast fólk, staði, athafnir, hluti og aðstæður sem vekja upp óþægilegar minningar. Fólk reynir að forðast að muna eða hugsa um áfallið og getur sýnt mikið viðnám gagnvart því að tala um það sem gerðist eða hvernig þeim líður um það.

3. Neikvæðar hugsanir og tilfinningar sem geta falið í sér breytt viðhorf og trú um sjálfan sig eða aðra (t.d. „Ég er slæm(ur),“ „Engum er treystandi“). Viðvarandi ótta, hrylling, reiði, sektarkennd eða skömm; minni áhuga á athöfnum sem áður voru ánægjulegar; eða að það upplifir sig vera fjarlægt eða úr tenglsum við aðra.

4. Ofurárvekni sem getur falist í því að vera auðveldlega pirraður/pirruð og reiðast auðveldlega. Einstaklingar  geta sýnt af sér kæruleysislega eða óábyrga hegðun. Verða auðveldlega brugðið og eru oft eins og „hengdir upp á þráð“ og geta átt í erfiðleikum með að einbeita sér eða að sofa.

Margir þeir sem að verða fyrir áföllum upplifa einkenni eins og lýst er hér að ofan í nokkra daga eftir að áfallið á sér stað sem er eðlilegt. Til að einstaklingur sé greindur með áfallastreitu þurfa einkennin þó að vera til staðar í a.m.k. einn mánuð.  Í mörgum tilfellum hafa einkennin verið viðvarandi oft mánuðum og stundum árum saman. Sumir einstaklingar fá einkenni aðeins seinna oft innan þriggja mánaða frá áfallinu en einkenni geta einnig komið fram mun síðar. Hjá fólki með áfallastreitu valda einkennin verulegri vanlíðan og yfirleitt vandamála í dagsdaglegu lífi og leiða oft til annara vandamála svo sem þunglyndis, kvíða, áfengis eða vímuefnavanda, minnistruflana og annara líkamlegra og andlegra veikinda

Þunglyndi

Þunglyndi

Þunglyndi er algengt og alvarlegur heilsufarsvandi sem hefur neikvæð áhrif á hugsun, hegðun og líðan okkar. Þunglyndi einkennist af depurð og/eða áhugaleysi á athöfnum sem við áður höfðum gaman af og getur leitt til margvíslegra tilfinninga og líkamlegra vandamála sem að geta dregið úr getu okkar til að takast á við daglegt líf heima og í vinnunni. Margir þættir geta orsakað þunglyndi og geta bæði stafað af erfðum og umhverfisþáttum. Erfið lífsreynsla og áföll eru dæmi um umhverfisþætti sem geta ýtt undir að við þróum með okkur þunglyndi. Má þar t.d. nefna vanrækslu í æsku, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi, einelti og missir ástvina. En sem betur fer er hægt að meðferða þynglyndi og mæla klínískar leiðbeiningar með að hugræn atferlismeðferð (HAM) sé fyrsta val þegar merðferða á þunglyndi og lyfjameðferð sem annað val.

Þunglyndiseinkenni geta verið frá vægum einkennum til alvarlegra einkenna og fela í sér:

 • Depurð eða lækkað geðslag
 • Áhugaleysi eða ánægjumissi á athöfnum sem áður var haft gaman af.
 • Breyting á matarlist – þyngdaraukning eða þyngdartap óháð mataræði.
 • Of lítill eða of mikill svefn.
 • Aukin þreyta eða orkuleysi.
 • Aukið eirðarleysi (eins og að fitla með höndum eða að ganga um gólf) eða hæging á hreyfingum og tali.
 • Að líða einskis virði eða finna fyrir sektarkennd.
 • Erfiðleikar við að hugsa, einbeita sér eða taka ákvarðanir.
 • Hugsanir um dauðann eða sjálfsvíg.

Einkenni þurfa að hafa verið til staðar í a.m.k. tvær vikur til að greinast sem þunglyndi.

Hlekkur á myndband:
https://www.youtube.com/watch?v=z-IR48Mb3W0

Kvíði

Kvíði

Það er eðlilegur partur af  lífi okkar að upplifa kvíða. Kvíði er drifkraftur sem getur nýst okkur til góða og hjálpar okkur að sinna þeim verkum sem við þurfum að vinna af hendi. Hins vegar getur kvíði orðið það mikill að hann verður yfirþyrmandi, viðvarandi og oft óviðráðanlegur að virðist. Ef kvíðinn er orðin óhóflega mikill getur myndast órökréttur ótti gagnvart dagsdaglegum aðstæður sem getur dregið úr framtakssemi okkar og lífsgæðum. Þegar að kvíðinn er komin á það stig að hann er farin að trufla dagsdaglegar athafnir er líklegt að um kvíðaröskun sé að ræða.

Kvíðaraskanir eru alvarlegur heilsufarsvandi og einar algengastu og útbreiddustu geðraskananir í heiminum í dag. Undir kvíðaraskanir falla:

 • Almenn kvíðaröskun
 • Felmtursröskun og ofsakvíðaköst
 • Víðáttufælni
 • Félagsfælni
 • Aðskilnaðarkvíði
 • Sértæk fælni.
 • Heilsukvíði
 • Námskvíði og frammistöðukvíði

Einkenni kvíða eru fyrst og fremst líkamleg en einnig hugræn og eru eðlileg viðbrögð þegar að við skynjum hættuástand. Einkennin eru:

 • Ör eða þungur hjartsláttur
 • Oföndun
 • Breyting á einbeitingu
 • Sjóntruflanir
 • Köfnunartilfinning
 • Svimi
 • Hita eða kuldaköst
 • Sviti
 • Skjálfti
 • Doði í andliti og litlu útlimunum
 • Meltingartruflanir eins og niðurgangur, ógleði og munnþurrkur
 • Óraunveruleika tilfinning
 • Ótti við að deyja eða missa vitið

Samkvæmt Embætti Landlæknis er hugræn atferlismeðferð (HAM) fyrsta val þegar meðferða á kvíða. HAM meðferð hefur sýnt fram á góðan árangur og yfirleitt finnur fólk fljótt mun á sér þegar að það byrjar að vinna á kvíðanum.